fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

427. fundur SSS 31. október 1997

 Árið 1997 var fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum föstudaginn 31. október kl. 11.00.

Mætt eru:  Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. dags. 30/10 1997, lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags. 8/10 1997 frá Sýslumanninum í Keflavík (framh. frá síðasta fundi).
Tilnefndar í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga samkv. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996:

   Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sandgerði.
   Guðríður Halldórsdóttir, Reykjanesbæ.

3. Skilyrði til móttöku á Suðurnesjum á sendingum sjónvarpsstöðvanna.  Víða á Suðurnesjum nást sendingar sjónvarps- & útvarpsstöðvanna mjög illa og mikill og kostnaðarsamur búnaður dugar ekki til að ná þeim lágmarks hljóð- & myndgæðum sem tækni nútímans býður upp á.  Lögð voru fram drög að ályktun um útvarps- og sjónvarpsmál sem verða lögð fyrir aðalfund S.S.S. síðar í dag.

4. Aðalfundur S.S.S. 1997.
Lögð voru fram drög að 5 ályktunum sem lagðar verða fyrir aðalfundinn síðar í dag.  Þær varða gjaldskrá Pósts og Síma, vegamál á Suðurnesjum, sölu á skipum af svæðinu, sendingar útvarps- & sjónvarpsstöðvanna og fákeppni í þjónustu við flug á Keflavíkurflugvelli.

5.   Bréf dags. 20/10 “97 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um fjarkennslu, 9. mál.  Stjórn S.S.S. tekur undir þings-ályktunina.

6. Bréf dags. 20/10 “97 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um eflingu atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni.  16. mál.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.   Sameiginleg mál.
Ákveðið að gefa út fjórblöðung um n.k. aðalfund og munu Suðurnesja-fréttir sjá um útgáfuna.

Rætt um fjármögnun á hlut sveitarfélaganna vegna framkvæmda við byggingu SHS og HSS.  Ákveðið að ganga frá tillögu á næsta fundi.

Þar sem ákveðið er að annar fulltrúi komi í stjórn S.S.S. fyrir Sandgerðisbæ vildi Pétur Brynjarsson þakka meðstjórnendum sínum samstarfið og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30.