fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

428. fundur SSS 6. nóvember 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum fimmtudaginn 6. nóvember kl. 14.00 í Café Iðnó.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Áður en gengið var til dagskrár skipti stjórnin með sér verkum:

  Formaður:  Jón  Gunnarsson
  Varaformaður: Drífa Sigfúsdóttir
  Ritari:   Sigurður Jónsson

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 9/10 1997.  Lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags. 21/10 1997 frá Skotdeild Íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavík þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna uppbyggingar á aðstöðu vegna Olympíuleika smáþjóða sem haldnir voru s.l. sumar.  Erindinu hafnað.

3. Bréf (afrit) dags. 23/10 1997 frá S.S.A ásamt ályktunum frá aðalfundi S.S.A.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 31/10 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá fjármálaráðstefnu.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 28/10 1997 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá ráðstefnu “Aðgengi fyrir alla.”  Stjórnin hvetur fulltrúa í ferlinefnd fatlaðra til að sækja ráðstefnuna.

6. Bréf dags.. 27/10 1997 frá Skipulagi ríkisins varðandi skipulags-reglugerð og byggingareglugerð.
Ákveðið að senda erindið til byggingarfulltrúa á svæðinu og óska eftir athugasemdum frá þeim.

7. Bréf dags. 20/8 1997 frá Félagsmálaráðuneytinu (Skipun landshlutanefndar vegna yfirtöku á þjónustu við fatlaða)  Áður á dagskrá.
Stjórn S.S.S. samþykkir að taka þátt í samstarfsnefndinni með S.S.H.  Stjórnin samþykkir að tilnefna í nefndina:

   Drífa Sigfúsdóttir
   Sigurður Jónsson.

Fulltrúar munu gera stjórn S.S.S. reglulega grein fyrir framvindu málsins.  Ennfremur verður haft samráð við fagaðila.

Bréf (afrit) dags. 18/6 1997 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi skipanir í nefndir vegna undirbúnings yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitar-félaganna.
Stjórn S.S.S. lýsir yfir áhyggjum sínum hvað fáir fulltrúar Sambands ísl. sveitarfélaga sitja í verkefnisstjórnum.

8. Aðalfundur S.S.S. 1997.
Ályktanir frá aðalfundinum ræddar og afgreiddar.

9. Sameiginleg mál.
Þingmannaheimsókn 14. nóvember n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.