fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

431. fundur SSS 12. janúar 1998

 Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum mánudaginn 12. janúar kl. 15.30.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

Jón Gunnar Stefánsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ellert Eiríksson fulltrúar í Fjárhagsnefnd S.S.S. komu á fundinn og lögðu fram tillögu Fjárhagsnefndar S.S.S. að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum ásamt fundar-gerðum 141. – 149. fundar Fjárhagsnefndar.  Miklar umræður urðu um tillögurnar, að því loknu viku fulltrúar í Fjárhagsnefnd af fundi. 
Samþykkt að vísa tillögum Fjárhagsnefndar til síðari umræðu  n.k. föstudag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.