fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

432. fundur SSS 16. janúar 1998

 Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum föstudaginn 16. janúar kl. 13.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 11//12 1997 lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 16/12 1997 og 9/1 1998 lagðar fram og samþykktar.

3. Bréf (afrit) dags. 29/12 ´97 frá Skólaskrifstofu Vesturlands varðandi flutning grunnskólanemenda milli skólahverfa vistanir þeirra og greiðslur fyrir skóladvöl og kennslu.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 19/12 ´97 frá Skipulagi ríkisins varðandi frestun á gildistöku byggingarreglugerðar o.fl.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 19/12 ´97 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til upplýsinga varðandi stöðu kjarasamnings.   Lagt fram.

6. Bréf dags. 15/12 ´97 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög, 288 mál, heildarlög.  Stjórn S.S.S. gerir ekki athugasemdir við þær greinar frumvarpsins sem snúa að samvinnu sveitarfélaga að öðru leiti er vísað í umsagnir sveitarfélaga á svæðinu.

7. Málefni Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og skuldaskil félagsins við sveitarfélögin á Suðurnesjum.  Framkvæmdastjóri upplýsti á fundinum að búið er að semja um skuldaskil Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.   Atvinnuþróunarfélagið er því skuldlaust við S.S.S. um áramót.

8. Drög að reglum um kattahald á Suðurnesjum.
Jón Gunnarsson lagði fram drög að reglum um kattahald  á Suðurnesjum.  Ákveðið að senda drögin til sveitarfélaganna til afgreiðslu.  Stjórnin mælir með samþykkt draganna.

9. Húsnæðismál S.S.S. og H.E.S.  Drög að samningi við Reykjanesbæ.
Lögð fram drög að leigusamningi við Reykjanesbæ.  Í drögunum koma fram upplýsingar um stærð, kostnað og skilmála.  Húsnæðisnefnd falið að ganga frá endanlegum samningi og framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn f.h. S.S.S.

10. Fárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1998.  Síðari umræða og afgreiðsla.
Farið yfir fjárhagsáætlanirnar og ákveðið að gera á þeim nokkrar breytingar.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að koma breytingum í töflur og semja texta.

Afgreiðslu frestað til þriðjudags 20/1, kl. 12.00.

Fleira ekki gert og fundi slitið.