433. fundur SSS 20. janúar 1998
Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnejsum þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.00.
Mætt eru: Jón Gunnarsson, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1998 – síðari umræða og afgreiðsla.
Miklar umræður urðu um tillögur fjárhagsnefndar og einnig um þá aðferðarfræði sem beitt var. Stjórn S.S.S. leggur áherslu á að öllum erindum er varðar beiðni um fjárstyrk frá aðilum utan samstarfsins, skuli beint til stjórnar S.S.S., en nokkur misbrestur var á því að þessu sinni.
Stjórn S.S.S. leggur til að uppsöfnuðum halla sameiginlegra stofnana og fyrirtækja til ársloka 1997 skuli mætt með sérstökum fjárveitingum þar sem þess er þörf og tekur einnig undir tillögur fjárhagsnefndar um sérstakar greiðslur vegna launabreytinga umfram forsendur fjárhagsáætlunar 1997 og kostnað af nýju starfsmati. Sjá þó tillögur varðandi SSS og SS. Gert er ráð fyrir að H.E.S. mæti samsvarandi kostnaði með sjálfsaflafé.
Framlög sveitarfélaganna vegna þessa liðar eru því eftirfarandi:
B.S. Uppsafnaður halli kr. 4.621.000
Vegna launabreytinga kr. 3.902.000
Samtals Kr. 8.523.000
S.S.S. Vegna launabreytinga “ 0
S.S. Vegna launabreytinga “ 0
H.E.S. Vegna launabreytinga “ 0
D.S. Uppsafnaður halli “ 2.688.000
Vegna launabreytinga “ 1.100.000
Samtals Kr. 3.788.000
Gert er ráð fyrir því að sveitarfélögin greiði þennan kostnað fyrstu 4 mánuði ársins 1998 með 3 jöfnum greiðslum, hin fyrsta í febrúar 1998.
Meðfylgjandi er greinargerð fjárhagsnefndar ásamt tillögu stjórnar S.S.S. varðandi einstakar stofnanir/fyrirtæki og önnur framlög.
Í meðfylgjandi töflum koma fram tillögur stjórnar S.S.S. að fjárhags-áætlun vegna ársins 1998.
Brunavarnir Suðurnesja.
Farið var yfir tillögu fjárhagsnefndar. Fyrir fundinum lá einnig erindi frá slökkviliðsstjóra vegna skerðingar fjárhagsnefndar á yfirvinnulið, frá tillögu B.S. að fjárhagsáætlun 1998 og nýtt erindi um greiðslu vegna boðtækja.
Milli umræðna kom fram ákveðin skekkja í töflum og hefur það verið leiðrétt í tillögu stjórnar S.S.S.
Aðrar breytingar ekki gerðar á fjárhagsáætlun B.S. og tillaga fjárhags-nefndar samþykkt.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar og fjárfestinga 1998 eru
kr. 33.529 þús.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt með þeirri breytingu að kostnaður af nýju starfsmati verður ekki bættur sérstaklega heldur fjármagnaður frá rekstri ársins 1997.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar og fjárfestinga 1998 eru kr. 1.602 þús. og kr. 11.700 þús vegna sérverkefna.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt með þeirri breytingu að lántökuheimild að upphæð kr. 80.000 þús. helst óbreytt, frá fyrra ári.
Kostnaður af nýju starfsmati verði ekki bættur sérstaklega, heldur fjármagnaður frá rekstri ársins 1997.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar sorpeyðingar og afborgana 1998 eru kr. 48.839 þús. og rekstrar sorphirðu eru 30.583 þús.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt.
Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum.
Milli umræðna kom fram hjá framkvæmdastjóra D.S. að sjúkradaggjöld frá ríkinu væru vanáætluð um 2.962 þús. í áætlun stofnunar fyrir árið 1998.
Samþykkt að lækka liðinn viðhald og tryggingar úr kr. 4.182 þús. í
kr. 2.200 þús.
Aðrar breytingar ekki gerðar og tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt að öðru leiti.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar 1998 eru kr. 15.298 þús. og afborgana kr. 6.023 þús.
Almannavarnarnefnd Suðurnesja.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar og fjárfestinga 1998 eru kr. 1.466 þús.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt.
Framlög sveitarfélaganna vegna stofnframlaga 1998 eru kr. 2.000 þús. og vegna skólaaksturs 1.200 þús.
Önnur verkefni.
a) Bláfjallafólkvangur
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar og fjárfestinga 1998 eru
kr. 4.509 þús.
b) Héraðsnefnd Suðurnesja
Tillaga fjárhagsnefndar samþykkt óbreytt.
Framlög sveitarfélaganna vegna rekstrar bókasafns 1998 eru kr. 244 þús.
c) Landgræðsla
Ekki er fallist á þá tillögu fjárhagsnefndar að hætta samstarfi við Landgræðslu ríkisins og leggja í staðinn fram kr. 1.000 þús. til samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
Stjórn S.S.S. gerir þá tillögu að til samstarfsverkefna við Landgræðsluna verði veitt kr. 500 þús.
Önnur sérstök landgræðsluverkefni verði á hendi einstakra sveitarstjórna.
Farið yfir fundargerðir Fjárhagsnefndar nr. 141 – 149 hvað afgreiðslu varðar er vísað í tillögu stjórnar S.S.S. að fjárhagsáætlun.
Stjórn S.S.S. heimilar samreknu stofnunum að senda út reikninga í samræmi við framlagða fjárhagsáætlun þar til afgreiðslur sveitarstjórnanna liggja fyrir.
2. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.30.