fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

434. fundur SSS 12. mars 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 12. mars kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 15/1 og 12/2 1998 lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 21/1,  17/2, 2/3, 10/3, 12/3 1998 lagðar fram og samþykktar samhljóða.  Varðandi fundargerð 179. fundar þá staðfestir stjórn S.S.S. að Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga hefur samningsumboð.

3. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 26/2 1998. 
Samþykkt.

4. Fundargerðir  Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 21/1 og 2/2 1998. Lagðar fram.

5. Afgreiðslur sveitarfélaganna á fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnana vegna ársins 1998.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa öll samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana.

6. Afgreiðslur sveitarfélaganna á drögum að reglugerð um kattahald á Suðurnesjum.
Sveitarfélögin hafa öll samþykkt reglugerð um kattahald en bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti að gildistími verði 1. janúar 1999.

7. Bréf dags. 22/1 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi úrskurðarnefnd um grunnskólakostnað.  Lagt fram.

8. Frá Alþingi:
a)  Bréf dags. 16/2 1998 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um þjóðlendur, 367. mál.
Hallgrímur Bogason lagði fram umsögn um frumvarpið.  Stjórnin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

b)  Bréf dags. 17/2 1998 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendum, 406. mál.
Drífa Sigfúsdóttir lagði fram umsögn um þingsályktunina.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

c)  Bréf dags. 23/2 1998 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um listskreytingar opinberra bygginga, 446. mál, heildarlög.
Óskar Gunnarsson lagði fram umsögn um frumvarpið.  Stjórnin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

d)  Bréf dags. 16/2 1998 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um rétt þeirra sem ekki hafa atvinnu.
Sigurður Jónsson lagði fram umsögn um þingsályktunina.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

e)  Bréf dags. 27/2 1998 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um eignarhald og  nýtingu á auðlindum í jörðu, 359. mál.  Afgreiðslu frestað og samþykkt að samræma álit stjórnar S.S.S. og stjórnar H.S.

f)  Bréf dags. 27/2 1998 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um rannsókn á atvinnuleysi kvenna, 250. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til erindisins.

g)  Bréf dags. 4/3 1998 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 487.mál, frysti- og vinnsluskip.
Óskar Gunnarsson lagði fram umsögn en stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

9. Bréf dags. í janúar 1998 frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði ásamt gögnum þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum um alhliða uppgræðslu og landbætur á öllu svæðinu.  Erindið einnig sent til Héraðsnefndar á Suðurnesjum.
Björn Árnason kom á fundinn og skýrði stöðu Hafnfirðinga.  Ekki náðist samstaða í stjórn S.S.S. um afgreiðslu erindisins.

10. Afrit af bréfi 3/2 frá félagsmálaráðherra til Samb. ísl. sveitarfélaga þar sem félagsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.  Lagt fram.

11. Fulltrúaráðsfundur Samb. ísl. sveitarfélaga sem haldinn verður 20. – 21/3 1998.  Rætt um fyrirhugaðan fund.

12. Fundur með umboðsmanni barna haldinn 12/2 1998.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem umboðsmaður barna hélt með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum.

13. Ráðstefna haldinn 27/2 1998 undir  heitinu “þjónusta við fatlaða – hvert er ferðinni heitið”.Stjórn S.S.S. þakkar Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra er stóðu fyrir ráðstefnunni fyrir sérlega vandaðan undirbúning og góða framsetningu á málefninu.  Að mati stjórnar S.S.S. tókst ráðstefnan vel og upplýsti aðila vel um stöðu fatlaðra í Reykjaneskjördæmi.

14. Skilyrði útvarps- og sjónvarpssendinga á Suðurnesjum.  Framhald ályktunar frá aðalfundi S.S.S.
Formaður og framkvæmdastjóri skýrðu frá fundum sem þeir áttu með útvarpsstjóra og fulltrúum Ísl. útvarpsfélagsins.

15. Sameiginleg mál.
Stjórn S.S.S. lýsir undrun sinni á málflutningi borgarstjórans í Reykjavík í fjölmiðlum, þar sem hún lýsti því yfir að sjálfsagt væri að færa fjármuni sem ætlaðir eru á vegaáætlun í tvöföldun Reykjanesbrautar til framkvæmda við Sundabraut.
Stjórn S.S.S. telur að tvöföldun Reykjanesbrautar hafi tafist langt umfram það sem eðlilegt sé og nægjanleg rök hefði verið færð fram um nauðsyn framkvæmdarinnar.

Guðjón Guðmundsson gerði grein fyrir umræðum milli S.S.S., S.S.H. og S.S.V. um hugsanlega rannsókn á áhrifum vargfugls á  svæðinu, sem væri undanfari skipulegrar eyðingar ef nauðsyn bæri til.

Kynnt var útboðslýsing og kostnaðaráætlun vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði að Fitjum.  Stefnt er að útboði í næstu viku.

Lagðar voru fram fundargerðir nefndar um skoðun á rekstrarfyrirkomulagi B.S. ásamt drögum að samningi um Brunavarnir Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. óskar eftir að framkvæmdastjóri S.S.S. leggi fram greinargerð um það hvaða áhrif það hafi á starfsemi á skrifstofu S.S.S. ef vinna tengd B.S. hverfur út.

Fleira ekki gert. – Fundi slitið kl. 18.30.