fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

435. fundur SSS 19. mars 1998

 Árið 1998, er fundur haldinn í stjórn S.S.S. fimmtudaginn 19. mars
kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson, framkv.stj. og Sigurður Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Bréf (afrit) dags. 6.3 1998 frá Gerðahreppi til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.  Lagt fram.

2.  Bréf  (afrit))   dags.  26.02.98 frá Landshlutanefnd Norðurlands eystra varðandi málefni fatlaðra.

3.  Bréf dags. 12.03 1998 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra.  Lagt fram.

4. Bréf  dags. 06.03.98 frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir styrkveitingu eða formlega samvinnu við útgáfu á blaðinu Þöll.
Samþykkt að hafna erindinu.

5. Frá Alþingi.

a)  Bréf dags. 09.03.98 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um skipan opinberrar nefndar um auðlindargjald.
Stjórnin tekur ekki afstöðu.

b)  Bréf  dags. 12.03.98 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um fjarstörf og fjarvinnslu í ríkisrekstri.
Stjórnin tekur undir efni þingsályktunartillögunnar. 

c)  Bréf dags. 11.03.98 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um eignarhald á auðlindum í jörðu og frumvarpi til laga um virkjunarrétt vatnsfalla.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpanna.

6. Stefnumótandi byggðaáætlun 1998 – 2002 frá Byggðastofnun.
Lagt fram til kynningar.  Ákveðið að taka málið til nánari umfjöllunar síðar.

7. Skoðun á samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Miklar umræður áttu sér stað og samþykkt að fram fari skoðun á samstarfsverkefnum sveitarfélaganna á Suðuðrnesjum í heild sinni.
Stjórnin mun halda sérstakan fund um málið.

8. Aðalfundur S.S.S. 1998 – 20 ára afmæli S.S.S.Stofnfundur S.S.S. var 16. nóv. 1978.
Samþykkt var að aðalfundur fari fram dagana 11. og 12. sept. n.k.  Samþykkt var að fela formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra að hefja undirbúning að aðalfundi og afmælinu.

9. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert – Fundi slitið kl. 17.05.