fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

451. fundur SSS 23. nóvember 1998

            Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 23. nóvember kl. 08.00.

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Björk Guðjónsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.  Sigurður Jónsson stýrði fundi í forföllum formanns.

 

Dagskrá:

 

            Sigurður Valur Ásbjarnarson formaður fjárhagsnefndar kom á fundinn.

 

          Lagt fram bréf dags. 18/11 1998 frá D.S. vegna árs aldraðra.  Stjórnin samþykkir að endurbætur fari fram á Garðvangi á næstu 3 árum skv. bréfi V.S.  dags. 19.11 1998 og að matsalur verði endurbættur á næsta ári.

 

          Fundargerð fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 155.

          Stjórnin tekur undir þau  sjónarmið að heppilegra sé fyrir sveitarfélögin að greiða bifreiðastyrk og gengið verði til samninga við framkvæmdaststjóra miðað við þær forsendur.

 

          Fundargerðir launanefndar S.S.S. frá 27/10 ´98, 3/11 ´98, 10/11 ´98, 17/11 ´98 lagðar fram og samþykktar.

 

          Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.15.