450. fundur SSS 29. október 1998
Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. október kl. 11.30 á Fitjum.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
DAGSKRÁ:
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis, Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri og Magnús H. Guðjónsson framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja komu á fundinn og ræddu lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 23/10 ´98 lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 14/10 ´98 lögð fram og samþykkt.
- Bréf dags. 16/10 ´98 frá Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytis þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaganna og starfsmönnum þeirra föstudaginn 30. okt. 1998 kl.13.00. Lagt fram.
- Bréf dags. 22/10 ´98 frá Reykjanesbæ varðandi skipun fulltrúa í Heilbrigðis-nefnd Suðurnesja. Lagt fram.
- Bréf dags. 19/10 ´98 frá Hitaveitu Reykjavíkur varðandi ályktun frá aðalfundi SSS. Lagt fram.
- Bréf dags. 19/10 ´98 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt ályktunum frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
- Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Ólafur Arnbjörnsson formaður stjórnar kom á fundinn og lagði fram erindi um fjárframlög sveitarfélaganna. Stjórn SSS tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsnefndar SSS.
- Fjárhagsáætlun S.S.S. 1998.
Framkvæmdastjóri lagði fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætluninni vísað til fjárhagsnefndar SSS.
9. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.15.00.