fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

450. fundur SSS 29. október 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. október kl. 11.30 á Fitjum.

 

Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

DAGSKRÁ:

Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis, Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri og Magnús H. Guðjónsson framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja komu á fundinn og ræddu lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.

 1. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B.  frá 23/10 ´98 lögð fram og samþykkt.

  2.  Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 14/10 ´98 lögð fram og samþykkt.

 1. Bréf dags. 16/10 ´98 frá Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytis  þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaganna og starfsmönnum þeirra föstudaginn 30. okt. 1998 kl.13.00. Lagt fram.
   
 2. Bréf dags. 22/10 ´98 frá Reykjanesbæ varðandi  skipun fulltrúa í Heilbrigðis-nefnd Suðurnesja. Lagt fram.
   
 3. Bréf dags. 19/10 ´98 frá Hitaveitu Reykjavíkur varðandi ályktun frá aðalfundi SSS.  Lagt fram.

 

 1. Bréf dags. 19/10 ´98 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga ásamt ályktunum frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

 

 1. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Ólafur Arnbjörnsson formaður stjórnar kom á fundinn og lagði  fram erindi um fjárframlög sveitarfélaganna.  Stjórn SSS tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsnefndar SSS.

 

 1. Fjárhagsáætlun S.S.S. 1998.

Framkvæmdastjóri lagði fram  fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætluninni vísað til fjárhagsnefndar SSS.

  9.  Sam­eigin­leg mál.

Engin bókuð mál undir þessum lið.

                                                          

 

            Fleira ekki gert og fundi slitið kl.15.00.