fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

449. fundur SSS 15. október 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum  fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 12:00 á Fitjum.

Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson frkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

DAGSKRÁ:

 1. Fundargerð Bláfjallanefndar dags. 30/9 1998 lögð fram.
   
 2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 1/10 og 9/10 1998 lagðar fram og samþykktar.
   
 3. Bréf dags. 2/10 1998 frá samgönguráðuneytinu þar sem tilkynnt er að ályktun SSS  um vegamál verði höfð til hliðsjónar þegar vegaáætlun verður tekin til umræðu á nýjan leik. Lagt fram.
   
 4. Bréf dags. 6/10 1998 frá Ágústi Einarssyni ásamt fyrirspurn til menntamálaráðherra um lélegan útsendingarstyrk ljósvakamiðla á Suðurnesjum. Lagt fram.
   
 5. Bréf ódags. frá Þroskahjálp þar sem tilkynnt er um fulltrúafund Landssamtaka Þroskahjálpar. Lagt fram.
   
 6. Bréf dags. 8/10 1998 frá Reykjanesbæ ásamt afgreiðslu bæjarstjórnar  Reykjanesbæjar á fundargerðum stjórnar SSS frá 13/8, 9/9, 11/9 og 16/9 1998.  Eftirfarandi var bókað “ Til máls tók Kjartan Már Kjartansson er lagði til að fresta 3.máli frá 445. fundi um Launanefnd og var það samþykkt 11-0.  Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.”
   
 7. Samstarf sveitarfélaganna í Suðurnesjum. Miklar umræður urðu um málið.  Fundarmenn voru sammála um að halda áfram umræðunni hver í sínu sveitarfélagi.
   

8.         Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.  Rætt um fjárframlög sveitarfélaganna til MSS.  Beðið er formlegs erindis.

9.         Kjör í stjórnir og nefndir á vegum SSS.

 

Ferðamálasamtök Suðurnesja

 

Aðalmaður:     Reynir Sveinsson, Sandgerði

Varamaður:     Þorsteinn Erlingsson, Reykjanesbæ.

 

Ferlinefnd fatlaðra:

                       Kristjana Kjartansdóttir, Garði

                       Jakob Kristjánsson, Reykjanesbæ,

                       Kolbrún Guðmundsdóttir, Grindavík

Starfskjaranefnd:

Aðalmenn:      Kjartan Már Kjartansson, Reykjanesbæ,

                       Sigurður Jónsson, Garði

Varamenn:      Jóhann Geirdal, Reykjanesbæ,

                       Óskar Gunnarsson, Sandgerði.

Öldrunarnefnd:

                      Oddný Mattadóttir, Reykjanesbæ,

                       Erla Þorsteinsdóttir, Garði,

                       Jóhanna Reynisdóttir, Vogum,

                       Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sandgerði

                       Guðmundur Einarsson, Grindavík

 

Starfsmenntunarsjóður:

                      Óskar Gunnarsson, Sandgerði

                       Hallgrímur Bogason, Grindavík.

 

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:

Aðalmaður:     Guðjón Guðmundsson,

Varamaður:     Hallgrímur Bogason

 

10        Sameiginleg mál:

Engin bókuð mál undir þessum lið.

Næsti fundur ákveðinn 29. október kl. 12.00.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40