448. fundur SSS 1. október 1998
Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 1. október 1998 kl. 15:00 á Fitjum.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson frkv.sj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
DAGSKRÁ:
1. Bréf dags. 13/8 ´98 frá sýslumanninum í Keflavík varðandi tilnefningu 2 sveitastjórnarmanna í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga.
Tilnefndir: Bergur Runólfsson, Reykjanesbær
Jón Hjálmarsson, Garði
2. Bréf dags. 20/8 ´98 frá Ferðamálasamtökum Íslands varðandi væntanlegar breytingar á lögum nr. 117/1994 um skipan ferðamála. Ákveðið að óska eftir áliti Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Markaðs og atvinnumálaskrifstofu
3. Bréf dags. 18/8 ´98 frá Sögufélagi Suðurnesja þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu Árbókar Suðurnesja. Stjórnin samþykktir styrk að upphæð kr.150.000.- sem tekin verður af liðnum sérstök verkefni.
4. Bréf dags. 17/9 ´98 frá Fornleifastofnun Íslands þar sem vakin er athygli á mikilvægi fornleifaskráningar. Lagt fram.
5. Bréf dags. 18/8 ´98 frá Grindavíkurbæ ásamt erindi frá ættfræðifélaginu þar sem óskað er eftir fjárstyrk til útgáfu Manntalsins 1910 IV. bindi Gullbringu-og Kjósarsýsla. Erindinu hafnað.
6. Bréf dags. 3/9 ´98 frá Reykjanesbæ ásamt afgreiðslu fundargerðar stjórnar SSS frá 13/8 1998 þar sem eftirfarandi var bókað:
“Til máls tók Jóhann Geirdal er lagði fram bókun við 19. mál, 442. fundar stjórnar S.S.S.: “Við bæjarfulltrúar J-listans mótmælum því að Reykjanesbær skuli einungis fá einn fulltrúa í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í stað tveggja áður. Er þetta þvert á anda þeirra umræðna sem átt hafa sér stað að undanförnu um hlutdeild Reykjanesbæjar í stjórnun sameiginlegra rekinna stofnana hér á svæðinu.”
(sign) Kristmundur Ásmundson, Kristján Gunnarsson, Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal.
Til máls tók Kristján Gunnarsson og Skúli Skúlason.
Fundargerðinni frestað 11-0”
Lagt fram.
7. Bréf dags. 18/9´98 frá Rekstri og ráðgjöf varðandi námskeið fyrir sveitastjórnarmenn á Suðurnesjum sem haldið verður í Keflavík 13. og 14.nóvember nk. Lagt fram.
8. Bréf dags. 25/8 ´98 frá S.S.N.V. ásamt ályktunum og samþykktum sem gerðar voru á 6. ársþingi SSNV. Lagt fram.9. Samþykktir aðalfundar SSA lagðar fram.
10. Ályktanir og niðurstöður frá XVI. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagðar fram.
11. Kjör í nefndir og stjórnir á vegum S.S.S.:
Bláfjallanefnd:
aðalmaður: Einar Njálsson, Grindavík
varamaður:
Ferlinefnd fatlaðra:
Ákveðið að óska eftir tilnefningu hagsmunaaðila, tilnefningu stjórnar SSS frestað
Launamálaráðstefna Samb. ísl. svfél.:
Aðalmaður: Þóra Bragadóttir
Varamaður: Skúli Skúlason.
Öðrum tilnefningum frestað til næsta fundar.
12. Kynningarmál S.S.S. Fréttabréf – heimasíða á netið?
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
13. Sameiginleg mál.
a. Hugmynd að vinnuferli fjárhagsnefndar SSS 1998.
Framkvæmdastjóri lagði fram áætlun um vinnuferli fjárhagsnefndar SSS sem var samþykkt.
b. Erindi frá Viðskiptaháskólanum dags. 29/9 1998 þar sem stjórn SSS er boðið að senda 5 fulltrúa á námskeið um samanburðarfræði og árangursmælikvarða.
c. Áformað er að utanríkisráðherra kom í heimsókn til stjórnar SSS 15. október nk.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30