fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

447. fundur SSS 16. september 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. september   kl. 16.00.

Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson, Skúli Skúlason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson frkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Óskar Gunnarsson setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna og þakkaði hann fráfarandi stjórn samstarfið.

1.         Stjórnin skiptir með sér verkum:  

                        formaður:            Skúli Skúlason

                        varaformaður:      Sigurður Jónsson

                        ritari:                    Hallgrímur Bogason.

       Skúli Skúlason tók við stjórn fundarins.

  1. Aðalfundur SSS haldinn dagana 11.-12. september.

Afgreiðsla ályktana.

Ákveðið að ályktun um heilbrigðismál verði send til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðuneyti, þingmanna Reykjaness, Samb. ísl. sveitarf., fjárlaganefndar, landshlutasamtaka og  fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um ásælni Reykjavíkurborgar í landssvæði á Suðurnesjum verði send til iðnaðarráðherra, þingmanna Reykjaness, Samb. ísl. sveitarf. landshlutasamtaka, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga í Reykjanes-kjördæmi, Hitaveitu Suðurnesja, Veitustofnana Reykjavíkurborgar, Ölfus-hrepps, og fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um slakan útsendingarstyrk ljósvakamiðla á Suðurnesjum verði send til  samgönguráðherra, menntamálaráðherra, þingmanna Reykjaness,  Samb. ísl. sveitarfélaga, landshlutasamtaka og fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um álversumræðu verði send forsætisráðherra, iðnaðarráðherra, þingmanna Reykjaness, Samb. ísl. sveitarfélaga,  lands-hlutasamtaka, Hitaveitu Suðurnesja og fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um málefni fatlaðra verði send til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, þingmanna Reykjaness, Samb. ísl. sveitarfél., fjárlaganefnd, landshlutasamtaka og fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um vegaáætlun verði send til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, samgönguráðherra, þingmanna Reykjaness, Samb. ísl. sveitarfélaga. Fjárlaganefndar, landshlutasamtaka, Vegagerðar ríkisins, Ölfushrepps, og fjölmiðla.

Ákveðið að ályktun um aukna löggæslu á Suðurnesjum verði send til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, dómsmálaráðherra, þingmanna Reykjaness, Samb. Ísl. Sveitarf., fjárlaganefndar, landshluta-samtaka, Sýslumannsins í Keflavík, Fél. lögreglumanna í Gullbringusýslu, og fjölmiðla.

  1. Bréf dags. 7/9 1998 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni 21.- 24. sept. Framkvæmdastjóra falið að fá tíma með nefndinni.
     
  2. Fundartími stjórnar SSS á komandi starfsári.  Ákveðið að fundartími verð 3. fimmtudagur í hverjum mánuði kl. 15.oo.

5.         Sameiginleg mál.

Stjórnin vill færa þakkir til sveitarstjórna fyrir hlý orð og gjafir í tilefni aðalfundar og 20 ára afmælis SSS.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00