fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

460. fundur SSS 1. júlí 1999

            Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.00.

            Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

Dagskrá:

 

            Í upphafi fundar var Jósefs Borgarssonar fyrrverandi stjórnarmanns minnst, en hann lést 24. júní s.l.

 

1.       Fundargerð Bláfjallanefndar frá 10/6 1999 lögð fram.

 

2.       Fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. frá 14/6 og 21/6 1999 lagðar fram og samþykktar.

 

3.       Fundargerðir Starfskjaranefndar SFSB og SSS frá 2/6 og 16/6 1999 lagðar fram og samþykktar.

 

4.       Fundargerð Náttúruverndar Suðurnesja frá 14/6 1999.  Stjórn S.S.S. samþykkir að undirbúa gerð starfsreglna fyrir nefndina.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

 

5.       Bréf dags. 19/5 1999 frá Stuðli varðandi mat á umhverfisáhrifum öskuhauga á Stafnesi.  Ákveðið að senda sveitarstjórnum bréfið til kynningar.

 

6.       Bréf dags. 21/5 1999 frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem tilkynnt er að heilbrigðisráðuneytið hefur veitt HSS 1.900.000.- til tölvuvæðingar vegna sjúkraskrárkerfis.

 

7.       Bréf dags. 31/5 1999 frá Eyþingi þar sem tilkynnt er að aðalfundur Eyþings verði haldinn 19. og 20. ágúst n.k.

 

8.       Endurskoðun samnings milli MOA, SSS og Byggðastofnunar.

Guðjóni Guðmundssyni og Hallgrími Bogasyni falið að vinna áfram að málinu.

 

 

 

9.         Tilnefning fulltrúa á fulltrúaráðsfund Brunabótafélags Íslands.

 

                        Aðalmaður:     Jón Hjálmarsson

                        Varamaður:     Jóhanna  Reynisdóttir

 

10.     Fyrirhugaður fundur um kjaramál.

Ákveðið að fundurinn verði 18. september.

 

11.     Sameiginleg mál.

          Talsverðar umræður urðu um þema næsta aðalfundar S.S.S.  Fundarmenn   lýstu áhuga á að ræða stöðu grunnskóla á Suðurnesjum og framtíð skólamála.                  

 

          Næsti fundur ákveðinn 26. ágúst.

 

          Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45.