461. fundur SSS 26. ágúst 1999
Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Þóra Bragadóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
1. Fundargerðir Launanefndar nr. 223 – 227 lagðar fram og samþykktar.
2. Fundargerðir Kristnitökuhátíðarnefndar á Suðurnesjum frá 27/3 til 1/7 1999. Vakin er athygli á að Grindvíkingar hyggja á sérstök hátíðahöld í Grindavík. Framkvæmdastjóra falið að boða fulltrúa úr framkvæmdanefnd Kristni-tökuhátíðar á Suðurnesjum á fund stjórnar S.S.S.
3. Fundargerð Náttúruverndar Suðurnesja frá 5/7 1999 lögð fram og samþykkt.
4. Bréf dags. 7/7 1999 frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ásamt fylgiskjölum varðandi innheimtu fasteignagjalda og lóðarleigu hjá heilbrigðisstofnunum. Formanni og framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna.
5. Bréf dags. 31/5 1999 frá framkvæmdanefnd árs aldraðra þar sem þakkað er fyrir vandaðan undirbúning vegna fundar í tilefni árs aldraðra.
6. Bréf dags. 19/7 1999 frá Bráðamengunarnefnd Umhverfisráðuneytis varðandi ráðstefnu sem haldin verður 15. okt. n.k.
7. Ráðstefna um félagsþjónustu á nýrri öld viðhorf, ábyrgð, framtíðarsýn sem haldin verður 12. nóvember n.k.
8. Bréf dags. í júlí frá Myndbæ þar sem kynnt er ný mynd um íslenskt þjóðfélag og boðin til afnota. Hafnar kaupum að svo komnu máli.
9. Bréf dags. 16/8 frá SSNV þar sem tilkynnt er að ársþing SSNV verður haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst.
10. Bréf dags. 10/8 frá SSA ásamt dagskrá aðalfundar 26. og 27. ágúst.
11. Aðalfundur SSS 1999.
Rætt um undirbúning fundarins.
12. Fyrirhugaður sambandsfundur um kjaramál.
Fundurinn ákveðinn 16. september n.k. Dagsetning fundarins misritaðist í síðustu fundargerð.
13. Samskipti við Charent Maritime.
Rætt um heimsóknir frá Charent Maritime.
14. Sameiginlegur fundur með stjórn SASS.
Ákveðið að bjóða stjórn SASS til fundar.
15. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50.