fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

464. fundur SSS 21. október 1999

            Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 21. október kl. 15.00.

 

            Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson frmkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

Dagskrá:

 

1.       Stjórnin  skiptir með sér verkum.

         a)           formaður Sigurður Jónsson

          b)           varaformaður Skúli Skúlason

          c)           ritari Hallgrímur Bogason

 

          Sigurður Jónsson tók við stjórn fundarins.

2.       Fundargerð fjárhagsnefndar frá 11/10 1999 lögð fram og samþykkt.

3.       Nýafstaðinn aðalfundur – afgreiðsla ályktanna.

          Stjórnin ræddi um aðalfundinn og lýstu stjórnarmenn ánægju sinni með fundinn.  Einnig ræddi stjórnin fyrirkomulag fundarins m.a. hvort hann ætti að vera 1 dag.

          Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar frá aðalfundinum.

4.       Undirbúningur fjárhagsáætlunar SSS fyrir árið 2000.

          Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar.

5.       Samstarfssamningur SSS, MOA og Byggðastofnunar.

          Ólafur Kjartansson framkv.stj. MOA kom á fundinn og ræddi um endurnýjun á samningi.

6.       Ályktanir 23. aðalfundur SSH þann 9/10 1999 lagðar fram.

7.       Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

          D-álma flýtifjármögnun samkvæmt samningi.  Framkvæmda­stjóri lagði fram drög að bréfi til lána­stofnana.

8.       Tölvu­mál.

          Fram­kv­æmda­stjóra falið að ganga frá kaupum á kaup­leigu í sam­ráði við for­mann.

9.       Sam­eigin­leg mál.

          a)  Bréf dags. 7/10 1999 frá Reykja­nes­bæ þar sem bæjar­ráð ós­kar eftir um­sögn fjár­hags­nefndar SSS hvort hin nýja gjald­s­krá hafi áhrif á fjár­út­lát sveitar­fé­lagsins.  Sjá af­greiðslu 2. mál í fundar­gerð fjár­hags­nefndar dags. 11/10 1999.

          b)  Bréf dags. 19/10 1999 frá Finnboga Björns­syni framkv.stj. D.S.  Lagt fram.

 

 

          Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.