464. fundur SSS 21. október 1999
Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 21. október kl. 15.00.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson frmkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
a) formaður Sigurður Jónsson
b) varaformaður Skúli Skúlason
c) ritari Hallgrímur Bogason
Sigurður Jónsson tók við stjórn fundarins.
2. Fundargerð fjárhagsnefndar frá 11/10 1999 lögð fram og samþykkt.
3. Nýafstaðinn aðalfundur – afgreiðsla ályktanna.
Stjórnin ræddi um aðalfundinn og lýstu stjórnarmenn ánægju sinni með fundinn. Einnig ræddi stjórnin fyrirkomulag fundarins m.a. hvort hann ætti að vera 1 dag.
Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar frá aðalfundinum.
4. Undirbúningur fjárhagsáætlunar SSS fyrir árið 2000.
Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar.
5. Samstarfssamningur SSS, MOA og Byggðastofnunar.
Ólafur Kjartansson framkv.stj. MOA kom á fundinn og ræddi um endurnýjun á samningi.
6. Ályktanir 23. aðalfundur SSH þann 9/10 1999 lagðar fram.
7. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
D-álma flýtifjármögnun samkvæmt samningi. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að bréfi til lánastofnana.
8. Tölvumál.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá kaupum á kaupleigu í samráði við formann.
9. Sameiginleg mál.
a) Bréf dags. 7/10 1999 frá Reykjanesbæ þar sem bæjarráð óskar eftir umsögn fjárhagsnefndar SSS hvort hin nýja gjaldskrá hafi áhrif á fjárútlát sveitarfélagsins. Sjá afgreiðslu 2. mál í fundargerð fjárhagsnefndar dags. 11/10 1999.
b) Bréf dags. 19/10 1999 frá Finnboga Björnssyni framkv.stj. D.S. Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.