fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

465. fundur SSS 25. nóvember 1999

            Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 25. nóvember kl. 15.00.

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Þóra Bragadótir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdótir ritari.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 18/10 og 4/11 1999 ásamt drögum að rekstrar og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2000.  Framkvæmdaáætlun vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S.

 

2.      Fundargerðir Ferlinefndar fatlaðra frá 7/6 og 28/10 1999 lagðar fram.

3.      Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 10/9 og 11/10 1999 lagðar fram og samþykktar.

4.      Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 15/11 1999 lögð fram og samþykkt.      

5.      Bréf dags. 29/10 1999 frá Byggðastofnun varðandi Listahátíð Íslands.  Lagt fram.

6.      Bréf dags. 11/10 1999 frá Fornleifastofnun Íslands varðandi fornleifa-skráningu, svæðisskráningu fornleifa á Suðurnesjum.  Stjórnin tekur jákvætt í erindið enda beri þjóðminjasafnið kostnað af því sbr. lög þar um.

7.      Bréf dags. 10/11 frá Einari Njálssyni bæjarstjóra í Grindavík varðandi heimsókn viðskiptasendinefndar frá Shanghai þar er  þess farið á leit við stjórn S.S.S. að taka málið til umfjöllunar.  Erindinu vísað til MOA.

8.      Bréf dags. 22/11 1999 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi 57. fulltrúaráðsfund 27. nóvember n.k.  Formaður og framkvæmdastjóri  munu sækja fundinn.

9.      Bréf dags. 12/11 1999 frá Umhverfisráðuneytinu þar sem tilkynnt er að Guðjón Guðmundsson er skipaður varamaður í samninganefnd miðhálendis til 4 ára.

10.    Bréf dags. 1/11 1999 frá Utanríkisráðuneytinu varðandi ályktun um flutning kennslu-, ferju og innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar.  Lagt fram.

11.    Bréf dags. 22/10 1999 frá Myndbæ þar sem SSS er boðin gerð upplýsinga-myndar um Suðurnes.  Óskað er umsagnar M.O.A.

12.    Bréf dags. 3/11 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um sérstakar aðgerðir í byggðamálum.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þings-ályktunar.

13.    Samstarfssamningur S.S.S., M.O.A. og Byggðastofnunar. (frh frá síðasta fundi)  Málið rætt.

14.    Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, D-álmu flýtifjármögnun samkvæmt samningi.  Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.  Tekið tilboði Íslandsbanka í flýtifjármögnun.

15.    Sameiginleg mál.

  1.  Rædd málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Ákveðið að boða til sambandsfundar varðandi þetta mál.
  2. Kristnitökuhátíð á Suðurnesjum                                                                                 

Fyrir liggur að Grindavík mun halda sérstaka hátíð og Vatnsleysu-strandarhreppur verður með hátíð með Garðbæingum.  Reykjanesbær, Garður og Sandgerði standa saman að hátíðahöldum, fulltrúar þessarar þriggja sveitarfélaga leggja til að varið verði til þessa kr. 2.000.000.- sem skiptist á íbúa þessara þriggja sveitarfélaga.

 

            Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.