fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

472. fundur SSS 16. mars 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á  Suðurnesjum fimmtudaginn 16. mars kl. 15.00 á Fitjum.

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

1.      Fundargerð Launanefndar SSS frá 24/2 2000.  Lögð fram og samþykkt.

 

2.      Bréf dags. 22/2 2000 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í Svæðisráð  Suðurnesja í stað Guðmundar Péturssonar sem óskað hefur eftir lausn frá setu í ráðinu sbr. stjórnarfund S.S.S. nr. 470.

Stjórn SSS tilnefnir:  Kristbjörn Albertsson, Reykjanesbæ.

 

3.      Bréf dags. 22/2 2000 frá Lögmönnum Mörkinni lagt fram.  Þar er karfist að S.S.S. skipi fulltrúa í starfsmatsnefnd.   Sjá afgreiðslu á lið 13.

 

4.      Bréf dags. 9/3 2000 frá SASS ásamt dagskrá aðalfundar SASS þann 17. og 18. mars n.k.  Lagt fram.

 

5.      Bréf dags. 1/3 2000 frá SSA þar sem boðað er til formanna og framkvæmdastjórafundar í tengslum við fulltrúaráðsfund.

 

6.      Bréf dags. 9/3 2000 frá Reykjanesbæ, en bæjarráð sendir erindi stjórnar Sambands ísl. sveitarfélga um málefni aldraðra til afgreiðslu stjórnar S.S.S. Erindið er samhljóða næsta lið.

 

7.      Bréf dags. 2/3 2000 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi tilnefningar í þjónusuhóp aldraðra.  Framkvæmsstjóra falið að óska eftir tilnefningu frá héraðslækni og Samtökum eldri borgara skv. 7. gr. laganna. Stjórn S.S.S. mun tilnefna 2 fulltrúa þegar tilnefningar liggja fyrir.

 

8.      Bréf dags. 24/2 2000 frá Reykjanesbæ, ásamt frumvarpi til laga um brunatryggingar, Landskrá fasteigna, 285. mál. Formanni falið að  gefa drög að  umsögn um frumvarpið á næsta fundi.

 

9.      Bréf dags. 2/3 2000 frá Reykjanesbæ, ásamt tillögu til þingsályktunar um svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins, 183. mál. Stjórn S.S.S tekur jákvætt í þingsályktunina en bendir á  að eðlilegra sé að í stað  Reykjanesbæjar standi Reykjanes.

 

10.    Bréf dags. 29/2 2000 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til vegalaga, 322. mál.  Stjórn S.S.S gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en bendir á að taka inn í frumvarpið,  hjólreiðavegi.

 

11.    Bréf dags. 29/2 2000 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aukna fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli, 358. mál. Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

 

12.    Bréf dags. 28/2 2000 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, 386. mál. Skúla Skúlasyni  falið að  gefa drög að  umsögn um frumvarpið á næsta fundi.

 

13.    Tilnefning 2 fulltrúa í starfsmatsnefnd (framh. áður á dagskrá)

         Tilnefnd eru:

 

            Guðrún Pálsdóttir, Kópavogi

            Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Hafnarfirði.

 

14.    Heimasíða SSS kynnt.  Framkvæmdastjóri kynnti heimasíðu S.S.S. en þar er að finna fréttir, fundargerðir, samþykktir og aðrar upplýsingar um Sambandið.  Veffangið er: sss.is

 

         15.     Sameiginleg mál.

Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Í framhaldi fundargerðum 27. febrúar                   og  15. mars sl. ræddi stjórnin fjárveitingar og rekstraráætlun HSS.  Í framhaldi af umræðum á fundinum óskar stjórn S.S.S. eftir fundi með framkvæmdastjóra HSS og einnig óskar stjórnin eftir að skoða framkvæmdir við D álmu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.10