fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

471. fundur SSS 25. febrúar 2000

Árið  2000, var haldinn sameiginlegur stjórnarfundur SSS og SASS í Eldborg föstudaginn 25. febrúar kl. 16.00.

 

Mætt eru frá SSS, stjórnarmennirnir  Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Skúli Skúlason.  Einnig Guðjón Guðmundsson frkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. Þóra Bragadóttir boðaði forföll svo og hennar varamaður.

 

Mætt voru frá SASS stjórnarmennirnir  Ingunn Guðmundsdóttir, Sveinn Sæland, Torfi Áskelsson, Kristján Einarsson,  Aldís Hafsteinsdóttir,  Sigurður Bjarnason og Heimir Hafsteinsson, ásamt Þorvarði Hjaltasyni framkvæmdastjóra

 

DAGSKRÁ:

 

Formaður SSS  setti fund og bauð gesti velkomna og síðan kynntu fundarmenn sig.

 

  1. Kynning á starfsemi og verkefnum SSS og SASS.

Guðjón Guðmundsson frkv.stj. SSS  kynnti gestum sögu samvinnu og samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Þorvarður  Hjaltason frkv.stj. SASS kynnti sögu, markmið og störf samtakanna.

2.        Sameiginleg hagsmunamál rædd.

  1.  Samgöngumál.

Umræður urðu um sameiginleg vegamál s.s. Suðurstrandarveg.

Framkvæmdastjórum falið að gera drög að ályktun sem síðan verða borin undir fundarmenn.

 

  1. Orkumál.

Rætt um orkumál á svæðum samtakanna og sameiginlega hagsmuni í þeim efnum.

 

Fundarmenn snæddu síðan saman kvöldverð þar sem sameiginleg mál voru rædd áfram og einnig um framhald frekara samstarfs.

 

                       Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30