fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

470. fundur SSS 17. febrúar 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 17. febrúar  kl. 15.00 á Fitjum.

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur  Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerð Bláfjallanefndar frá 18/1 2000.  Lögð fram og samþykkt.

 

2.      Fundargerð Launanefndar SSS frá 20/1 2000 .  Lögð fram og samþykkt.

 

3.      Fundargerðir Starfskjaranefndar SSS og SFSB frá 24/1 og 4/2 2000. Lagðar fram og samþykktar.

 

4.      Fundargerðir Öldrunarnefndar SSS frá 13/1, 20/1 og 31/1 2000.  Lagðar fram og samþykktar.

 

5.      Fundargerð nefndar SSS og SSH um yfirfærslu málefna fatlaðra frá 8/2 2000. Lögð fram.

 

6.      Bréf (afrit) dags. 29/1 2000 frá Guðmundi Péturssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá setu í Svæðisráði Suðurnesja. Lagt fram.

 

7.      Bréf dags. 18/1 2000 frá SASS þar sem tilkynnt var um aðalfund SASS árið 2000 sem  verður haldinn á Kirkjubæjarklaustri. Lagt fram.

 

8.      Bréf dags. 9/2 2000 frá Gerðahreppi þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps hvetur til þess að skipað verði í starfsmatsnefnd hið allra fyrsta. Lagt fram.

 

9.      Bréf dags. 3/2 2000 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um stóriðju og úrvinnsluiðnað þann 18/2 2000. Lagt fram

 

10.    Bréf dags. 11/2 2000 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 272. mál, heildarlög. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

 

11.    Bréf dags. 11/2 2000 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um þróunarsjóð sjávarútvegsins, 231. mál, fasteignagjöld. Stjórn SSS mælir með samþykkt frumvarpsins.

 

12.    Bréf dags. 11/2 2000 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til þings-ályktunar um afnotarétt nytjastofna á Íslandsmiðum, 172 mál og 3 frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, 229. mál, 230. mál og 249. mál. Þar sem fyrir liggur  að unnið er að endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða, telur stjórn SSS að þessi þingsályktunartillaga og frumvörp komi inn í heildarendurskoðun laganna,  tekur stjórn SSS því ekki afstöðu til frumvarpanna að svo stöddu.

 

13.    Starfsmatsnefnd – drög að vinnureglum (erindisbréf) SJ/GG.

         Stjórninni  kynnt drög að vinnureglum. Málinu frestað.

 

14.    Fyrirhugaður fundur með stjórn SASS 25/2 2000

         Rætt um dagskrá fundarins.

 

15.    Sameiginleg mál.

         Gerð grein fyrir fundi sem formaður sat með fulltrúum starfsbrautar FS vegna vinnu fatlaðra hjá sveitarfélögunum.

 

         Framkvæmdastjóri dreifði upplýsingum frá Ríkisútvarpinu og Íslenska útvarpsfélaginu þar sem fram kom að endurbætur hafa verið gerðar á útsendarstyrk stöðvanna.

 

 

         Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.02