fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

469. fundur SSS 20. janúar 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. janúar kl. 15.00 á Fitjum.

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

Í upphafi fundar var samþykkt einróma að skrá fundargerðir stjórnar SSS á tölvu samkvæmt 23. gr. Sveitarstjórnarlaga nr: 45/1998 og verður það gert framvegis.

         1.      Fundargerð Bláfjallanefndar frá 9/12 1999 lögð fram og samþykkt.

2.      Fundargerð Launanefndar SSS frá 9/12 1999 lögð fram og samþykkt.

3.      Fundargerð Starfskjaranefndar SSS og SFSB frá 5/1 2000 lögð fram og samþykkt

4.      Bréf dags. 21. des. 1999 frá MOA ásamt umsögn MOA um gerð upplýsingamyndar um Suðurnes þar sem MOA sér ekki fært að svo stöddu að þiggja boðið.

5.      Bréf dags. 27. des. 1999 frá MOA sem er svar við bréfi SSS dags 1.des. sl. varðandi heimsókn viðskiptanefndar frá Shanghai. Afgreiðslu frestað.

6.      Bréf (afrit) dags. 13/12 1999 frá Gerðahreppi þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps óskar eftir að við MOA að Gerðahreppur fái áheyrnarfulltrúa í stjórn MOA.

7.      Bréf dags. í des. frá Marodd Film ehf. ásamt kynningu, lagt fram.

8.      Bréf dags. 20/12 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt gögnum til upplýsinga, lagt fram.

9.      Bréf dags. 3012 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt gögnum frá Jöfnunarsjóði, lagt fram.

10.    Bréf dags. 22/12 1999 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi endurskoðuð þjónustuframlög, lagt fram.

11.    Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2000. Það liggur fyrir að sveitastjórnirnar á Suðurnesjum hafa allar samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

12.    Afgreiðslur sveitarstjórna á viðaukasamningi vegna fjármögnunar D-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það liggur fyrir að sveitastjórnir á Suðurnesjum hafa allar samþykkt viðaukasamning um D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

  1. Starfsmatsnefnd – viðræður við starfsmannafélögin SJ/GG.

Greint var frá fundi sem formaður og framkvæmdastjóri átttu með formönnum starfsmannafélaganna tveggja þar sem farið var yfir stöðu starfsmatsnefndar og afsögn 3 nefndarmanna. Stjórn SSS leggur áherslu á að settar verði reglur um vinnu við starfsmat.  Einnig að sérfræðingur starfi með nefndinni.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

14.    Málefni fatlaðra – frásögn af fundi landshlutanefndar á Reykjanesi sem halda á 19/1 2000 SJ/GG

15.    Sameiginleg mál.

         Farið var yfir fundi sem formaður og varaformaður launanefndar sveitarfélaga héldu með sveitastjórnum á Suðurnesjum sem haldnir voru  þann  13. janúar sl.    Fram kom að launanefnd sveitarfélaganna óskaði eftir að sveitastjórnir sendi ábendingar vegna væntanlegra kjarasamninga.Stjórn SSS mælir með að stefnt skuli að sameiginlegri starfsmatsnefnd á landsvísu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16.20