fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

468. fundur SSS 6. janúar 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.00.

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

Dagskrá:

Málefni D – álmu.

Drífa Sigfúsdóttir, Baldur Ólafsson og Ingimar Einarsson mættu á fundinn og ræddu stöðu mála.  Rætt um tafir og seinkun á verkinu.  Einnig var rætt um fjárvöntun upp á kr. 32,8 millj.  Í samningnum er ekki getið um fé til búnaðar.  Kynnt voru drög heilbrigðisráðuneytis að viðaukasamningi.

Sameiginleg mál.

  1. Útsendingarstyrkur RÚV og Ísl. útvarpsfélagsins.  Framkvæmdastjóra falið að skrifa stöðvunum og fá svör hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar.
  2. Fundur formanns og varaformanns Launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga með  sveitarstjórnum verður n.k. fimmtudag 13. janúar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.10.