468. fundur SSS 6. janúar 2000
Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.00.
Mætt eru: Sigurður Jónsson, Skúli Skúlason, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Málefni D – álmu.
Drífa Sigfúsdóttir, Baldur Ólafsson og Ingimar Einarsson mættu á fundinn og ræddu stöðu mála. Rætt um tafir og seinkun á verkinu. Einnig var rætt um fjárvöntun upp á kr. 32,8 millj. Í samningnum er ekki getið um fé til búnaðar. Kynnt voru drög heilbrigðisráðuneytis að viðaukasamningi.
Sameiginleg mál.
- Útsendingarstyrkur RÚV og Ísl. útvarpsfélagsins. Framkvæmdastjóra falið að skrifa stöðvunum og fá svör hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar.
- Fundur formanns og varaformanns Launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga með sveitarstjórnum verður n.k. fimmtudag 13. janúar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.10.