fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

467. fundur 9. desember 1999

                Árið 1999, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 9. desember kl. 15.00.

 

                Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Skúli Skúlason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir.   Aðalmaður og varamaður Grindavíkur boðuðu forföll.

Dagskrá:

 

1.         Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 24/11 1999 lögð fram og vísað  til afgreiðslu fjárhagsáætlana sameiginlega rekinna stofnana.

2.         Bréf (afrit) ódagsett frá Finnboga Björnssyni framkv.stj. D.S.  Ákveðið að formaður S.S.S. ræði við formann Þjónustuhóps aldraðra um þarfir, kjör og starfsaðstöðu.

3.         Bréf dags. 23/11 1999 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um úttekt á stöðu  safna á landsbyggðinni.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

4.         Bréf dags. 23/11 1999 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um reynslusveitarfélög, 109 mál, gildistími og fl.  Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

5.         Ályktanir aðalfundar SSV.  Lagðar fram.

6.         Bréf dags. 6/12 1999 frá MOA vegna fjárframlags til reksturs MOA. Lagt fram.

7.         Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2000, síðari umræða.

            Tillögur Fjárhagsnefndar S.S.S. samþykktar með þeim breytingum að:

 

                1.            Famlag til atvinnuþróunar verður 7 milljónir.

                2.            Framlag til gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs fellur niður.

 

            Fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. 162. – 168. fundar samþykktar.

8.         Sambandsfundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

            Málið rætt.

9.         Sameiginleg mál.

            Samkv. upplýsingum frá RÚV og Ísl. útvarpsfélaginu þá hafa úrbætur verið gerðar á útsendingarstyrk.

 

 

            Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50.