fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

475. fundur SSS 15. júní 2000

Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15. júní kl. 15.00 að Fitjum.

Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson, Þóra Bragadóttir og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

1. Kynning á verkefnum MOA. Ólafur Kjartansson framkvæmdastjóri  fór yfir verkefni MOA og lagði fram skýrslu um stöðu verkefna í lok 1. ársfjórðungs.

2. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 8/5 ´00.  Lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Ferlinefndar fatlaðra á Suðurnesjum frá 9/5 ´00.
Lögð fram og samþykkt.

4. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 16/5 og 23/5 ´00.
Lagðar fram og samþykktar.

5. Fundargerð starfskjaranefndar SSS og SFSB frá 5/6 ´00.
Lögð fram og samþykkt.

6.   Bréf dags. 7/4 ´00 frá menntamálaráðherra þar sem óskað er tilnefningu 2 aðal- og varamanna í stjórn F.S. Frestað á síðasta fundi.  Stjórn SSS tilnefnir þau Guðbjörgu Ingimundardóttur og  Pétur Brynjarsson sem aðalmenn og til vara Karl Hermannsson og Jón Inga Baldvinsson.                                                                    

7. Bréf dags. 26/5 ´00 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þar er m.a. þakkað bréf SSS um skipan þjónustuhóps aldraðra. Jafnframt er upplýst að reglugerðir sem styðjast við lögin eru nú í endurskoðun.

8. Bréf (afrit) dags. 29/5 ´00 frá SSA ásamt ályktun stjórnar SSA um flutning verkefna ríkisins út á land

9. Viðbygging FS.  Framald frá síðasta fundi.
Stjórn SSS samþykkir að óska eftir fundi með menntamálaráðherra um málið. Einnig er óskað eftir að formaður skólanefndar og skólameistari komi á þann fund. 

10. Bréf dags. 9/6 ´00 frá Samb. ísl. sveitarfélaga. Um staðardagskrá 21.

11. Bréf dags. 19/5 ´00 frá utanríkisráðherra. Þar er kynnt skýrslan “Staða Íslands í Evrópusamstarfi” sem einnig var dreift á fundinum.

12. Heimsókn SSH til Suðurnesja.  Lögð fram drög að dagskrá. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

13. Aðalfundur SSS árið 2000. Lögð fram frumdrög að dagskrá aðalfundar í haust.
Formanni varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

14. Sameiginleg mál.
Engin