fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

476. fundur SSS 31. ágúst 2000

Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 31. ágúst kl. 15.00 að Fitjum.

Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason,  Þóra Bragadóttir og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 28/6 ´00.  Lögð fram og samþykkt. 

2. Fundargerð launanefndar SSS  frá 19/7 ´00. Fundargerðin lögð fram og samþykkt. Jafnframt samþykkt að kanna við launanefnd sveitarfélaga um að taka að sér samningamál.

3. Fundargerð starfskjaranefndar SSS og SFSB frá 25/7 ´00. Lögð fram og samþykkt.

4.  Samningur um atvinnuráðgjöf og verkefni í atvinnu- og byggðamálum á Suðurnesjum dagsettur 21.06.00 milli MOA, SSS og Byggðastofnunar. Samningurinn gildir fyrir árið 2000. Lagður fram og samþykktur.

5. Bréf (afrit) dags. 13/6 ´00 frá SSH. þar er tilkynnt að Sigurður Valur Ásbjarnarson og Magnús H. Guðjónsson verði fulltrúar samtakanna í stjórn Sjálfseignarfélagsins dýraspítala Watsson, þar til málaferlum lýkur vegna beiðni um slit á félaginu.

6. Bréf dags. 22/8 ´00 frá Eyþingi ásamt dagskrá aðalfundar sem verður 8.- 9. sept. n.k. og boð á fundinn.

7. Lögð fram dagskrá aðalfundar SSA 31.08 – 1.09.´00 ásamt boði á fundinn.

8. Tilnefning fulltrúa S.S.S. í viðræður við menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið um viðbyggingu við F.S.  Björk Guðjónsdóttir og Sigurður Jónsson verði fulltrúar S.S.S. í nefndinni.

9. Bréf dags. 19/7 ´00 frá  Sandgerðisbæ.  Fulltrúi Sandgerðis fór yfir erindi frá Bláfjallanefnd þar sem m.a. er greint frá að heildarkosnaður fari úr 24 millj. í 39 milljónir. Stjórnin felur framkvæmdastjóra ásamt fulltrúa SSS í stjórn Bláfjallanefndar að fara yfir málið.

10. Þörf og fyrirkomulag nýbúafræðslu á Suðurnesjum. Sigurður Jónsson fór yfir málið og sagði m.a. frá fundi á vegum skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar um fræðslu nýbúa á grunnskóla aldri. Rætt um nauðsyn á fullorðinsfræðslu nýbúa. Stjórn SSS ákveður að óska eftir viðræður við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum um hugsanlega fræmkvæmd slíkrar fræðslu.

11. Söfn á Suðurnesjum og hugsanlegt samstarf þeirra. Málið rætt og ákveðið að þetta efni verði tekið fyrir á aðalfundi.

12. Heimsókn SSH til Suðurnesja 22.september n.k. Farið yfir drög að dagskrá.

13. Aðalfundur SSS árið 2000 sem haldinn verður í Garði 13. – 14. okt. n.k.
Rætt um dagskrá og fyrirkomulag.

14. Ákveðið er að næstu stjórnarfundir SSS verði 14. og 28. september n.k.

15. Sameiginleg mál.

Rætt um námskeið (diploma)(fjarnám) fyrir ófaglært starfsfólk við leikskólana sem Kennaraháskóli Íslans bíður upp á og fyrir komulag þess. Ákveðið að kanna hvort fjarfundabúnaður MSS geti nýst.
Rætt um ráðningar, starfstíma og kjör stuðningsfulltrúa við skólana.
Lagðar fram hugmyndir Eiríks Hermannssonar skólamálastjóra um athugun á stöðu skóla- og æskulýðsmála á Suðurnesjum ásamt kostnaðaráætlun. Ákveðið að skoða málið nánar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00