fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

479. fundur SSS 5. október 2000

 Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. september kl. 15.00.

Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Óskar Gunnarsson,  Sverrir Vilbergsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 14/9  ´00, lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 25/9 ´00, lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags.  11/9 ´00 frá SSH þar sem fram kemur að aðalfundi SSH er frestað til 20. október nk.

4. Bréf dags. 15/9 frá Samb. íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, 12. og 13. október nk.

5. Bréf dags. 30/8 ´00 frá SSA ásamt ályktunum frá 34. aðalfundi samtakanna. Lagt fram.

6. Aðalfundur S.S.S. árið 2000.  Farið yfir dagskrá og framkvæmd fundarins. Drög að dagskrá fundarins lögð fram.

7. Kynnt drög að ársreikningi S.S.S. fyrir árið 1999. Ársreikningar SSS lagðir fram og kynntir.  Fyrri umræða.

8. Nýbúafræðsla (framhald frá 476. fundi.) Greint frá viðræðum við forstöðumann MSS og jafnframt hefur verið rætt við félagsmálastjóra Reykjanesbæjar og forstöðumann Miðstöðvar nýbúa  í Reykjavík. Ákveðið að óska eftir því að MSS búi til fræðslupakka fyrir fullorðna og kostnaðarreikni hann og leggi fyrir stjórn SSS.  

9. Sameiginleg mál.
Staða skóla og æskulýðsmála á Suðurnesjum (sbr. 1. lið 477. fundar). Framkvæmdastjóra greindi frá viðræðum sem hann og skólamálastjóri hafa átt við Rannsókn og greiningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10