23. aðalfundur SSS 13. október 2000
23. aðalfundur S.S.S. haldinn í Samkomuhúsinu, Garði
föstudaginn 13. og laugardaginn 14. október 2000.
Dagskrá:
Föstudagur 13. október 2000.
Kl. 13:00 1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.
Kl. 13:30 2. Fundarsetning.
3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Skýrsla stjórnar: Sigurður Jónsson, formaður S.S.S.
5. Ársreikningur S.S.S. fyrir árið 1999,
Guðjón Guðmundsson, framkv.stj.
6. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
7. Ávarp félagsmálaráðuneytis.
8. Ávörp gesta.
Kl. 14:50 9. Tillögur og ályktanir lagðar fram.
Kl. 15:00 10. Kaffihlé.
Kl. 15:30 11. Söfn og varðveisla fornminja á Suðurnesjum.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Sagan, söfnin og ferðamennskan.
Arthur Björgvin Bollason forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli
Kl. 16:30 12. Skoðunarferð um Gerðahrepp.
Áð í byggðasafninu.
Kl. 17:30 Áætluð lok ferðar.
Fundi frestað.
Laugardagur 14. október 1999.
Kl. 9:40 – Morgunkaffi –
Kl. 10:00 13. Nýjungar í stjórnun sveitarfélaga
Sigfús Jónsson ráðgjafi Nýsir hf.
Helga Jónsdóttir borgarritari
14. Pallborðsumræður
Kl. 12:00 – Hádegishlé –
(Aðalfundur Héraðsnefndar Suðurnesja)
Kl: 13:00 15. Nýbúar í íslensku samfélagi.
Kristín Njálsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar nýbúa Reykjavík
Kl. 13:50 16. Tillögur tekjustofnanefndar að nýrri skipan tekjustofna
sveitarfélaga.
Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri
17. Umræður.
Kl. 14:50 18. Ályktanir – umræður og afgreiðslur.
Kl. 15:20 19. Önnur mál.
Kl. 15:30 20. Tilnefning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár.
21. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara.
22. Kosnir 4 fulltrúar á samráðsfund Landsvirkjunar.
kl. 15:35 23. Áætluð fundarslit.
1. Skráning fulltrúa og afhending gagna.
Á fundinn mættu alls 37 sveitarstjórnarmenn, frá Gerðahreppi 8, Reykjanesbæ 9, Grindavíkurbæ 7, Sandgerðisbæ 9 og frá Vatnsleysustrandarhreppi 4.
Gestir og frummælendur á fundinum voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Húnbogi Þorsteinsson félagsmálaráðuneyti, Kristján Pálsson alþingismaður, Þorgerður Gunnarsdóttir alþingismaður, Árni R. Árnason alþingismaður, Sigríður A. Þórðardóttir alþingismaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Samb. ísl. sveitarfélaga, Ingimundur Sigurpálsson Garðabæ, Margrét Hallgrímsdóttir Þjóðminjasafn Íslands, Helga Jónsdóttir Reykjavíkurborg, Sigfús Jónsson Nýsir h.f., Kristín Njálsdóttir Miðstöð Nýbúa, Skúli Thoroddsen M.S.S., Sigmundur Eyþórsson B.S., Ólafur Kjartansson M.O.A., Johan D. Jónsson M.O.A., Eiríkur Hermannsson skólaskrifstofa Reykjanesbæjar, Rósa Sigurðardóttir Suðurnesjafréttir, Halldór Leví Suðurnesjafréttir, Helgi Hólm Faxi, Silja D. Gunnarsdóttir Víkurfréttir, Viðar Oddgeirsson Sjónvarpið, Benedikt Sigurðsson Sjónvarpið.
2. Fundarsetning.
Sigurður Jónsson formaður S.S.S. setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn og gesti velkomna til fundarins.
3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Uppástunga kom um Sigurð Ingvarsson sem fundarstjóra og Maríu Önnu Eiríksdóttur til vara og voru þau sjálfkjörin.
Uppástunga kom um Ingimund Þ. Guðnason sem 1. fundarritara og Viggó Benediktsson sem 2. fundarritara. 1. vararitari Jón Hjálmarsson og 2. vararitari Finnbogi Björnsson og voru þeir sjálfkjörnir.
Lagt var til að Jóhanna M. Einarsdóttir yrði sett sem skrifari fundarins.
Sigurður Ingvarsson þakkaði það traust að fela honum stjórn fundarins. Fundarstjóri gaf síðan Sigurði Jónssyni formanni SSS orðið er flutti skýrslu stjórnar.
4. Skýrsla stjórnar.
Ágætu aðalfundarfulltrúar og gestir.
Fyrsti fundur stjórnar SSS fyrir starfsárið 1999 – 2000 var haldinn 21.okt. 1999. Eftirtalin skipa stjórnina:
Sigurður Jónsson, formaður
Skúli Skúlason, varaformaður
Hallgrímur Bogason, ritari
Þóra Bragadóttir
Óskar Gunnarsson
Framkvæmdastjóri SSS er Guðjón Guðmundsson.
Starfsemi SSS var með hefðbundnum hætti og mörg málefni sem skipta hag og framtíð Suðurnesja tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Stjórnin hélt á tímabilinu 16 bókaða fundi og tók fyrir 170 mál.
Á starfsárinu var tölvubúnaður endurnýjaður á skrifstofunni. Heimasíða var tekin í notkun á starfsárinu og er slóðin www.sss.is. Á síðunni koma fram allar helstu upplýsingar um starfsemi SSS. Einnig eru fundargerðir stjórnar færðar jafnóðum inn. Samkvæmt athugun sem framkvæmdastjóri gerði eru heimsóknir á síðuna margar á viku hverri.
Umsagnir um þingsályktanir og frumvörp til laga.
Stjórn SSS fékk til umsagnar fjöldan allan af þingsályktunum og frumvörpum til laga. Má þar nefna:
• um stöðu safna á landsbyggðinni.
• um reynslusveitarfélög
• um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
• um þróunarsjóð sjávarútvegsins
• um afnotarétt nytjastofna á Íslandsmiðum
• um stjórn fiskveiða
• um brunatryggingar, landskrá fasteigna
• um svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins
• um mat á umhverfisáhrifum
• um frumvarp til skipulags-og byggingarlaga
• um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur
• um rannsókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu
• um frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar
• um frumvarp til laga um hópuppsagnir
• um réttindagæslu fatlaðra
• um vinnumarkaðsaðgerðir
• um greiningar og ráðgjafastöð ríkisins
• um Suðurnesjaskóga
• um hættu af völdum olíuflutninga á Reykjanesbraut.
Stjórnarmenn skiptu yfirleitt með sér verkum og yfirfóru ályktanir og frumvörp og lögðu tillögu fyrir stjórn hvort ástæða væri til að koma með athugasemdir, mæla með, taka ekki afstöðu eða leggjast gegn málunum.
Ágætu aðalfundargestir. Hér á eftir skal aðeins drepið á nokkur af þeim málefnum sem stjórn SSS hefur unnið að á starfsárinu.
MOA.
Samstarfssamningur var gerður milli MOA, SSS og Byggðastofnunar, sem gildir fyrir árið 2000.
D-álma.
Stjórn SSS átti fundi með fulltrúum ríkisvaldsins vegna byggingaframkvæmda og fjármögnunar D-álmu. Stjórnin lagði í málflutningi sínum áherlsu á að engar frekari tafir verði á verkinu. Byggingaframkvæmdir ganga nú vel og fram hefur komið að á fjárlögum 2001 er gert ráð fyrir 17 milljónum til reksturs.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
Stjórn SSS ásamt fulltrúum frá Fjölbrautaskólanum áttu fund með Menntamálaráðherra til að leggja áherslu á nauðsyn þess að rétt væri að hefja undirbúning að stækkun skólans. Fjölbrautaskólamenn hafa tekið saman ýmsar upplýsingar, sem sýna með sterkum rökum fram á mikilvægi þess fyrir alla byggðaþróun á Suðurnesjum að skólinn verði stækkaður.
Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd. Frá SSS sitja í nefndinni, Sigurður Jónsson og Björk Guðjónsdóttir. Frá Menntamálaráðuneytinu Hermann Jóhannesson og Karl Kristjánsson. Nefndin hefur þegar hafið störf. Á fjárlagafrumvarpi fyrir 2001 er gert ráð fyrir 15 milljón króna framlagi til að hefja undirbúningsvinnu.
Reykjanesbraut.
Eins og svo oft áður hefur tvöföldun Reykjanesbrautar oft verið á dagskrá á fundum stjórnar. Stjórnin hefur bæði með óformlegum og formlegum hætti reynt að þrýsta á málið og sem betur fer virðist nú loks einhver árangur vera í sjónmáli. Á fundi stjórnar þann 6. apríl s.l. sendi stjórnin frá sér sérstaka ályktun um nauðsyn tvöföldunar Reykjanesbrautar.
Útsendingarstyrkur.
Eins og sveitarstjórnarmönnum er kunnugt var unnið að því með viðræðum og samþykktum að útsendingarstyrkur ljósvakamiðlanna yrði aukinn hér á Suðurnesjum. Sú barátta bar árangur og hafa bæði Ríkisútvarpið og Íslenska útvarpsfélagið gert endurbætur á útsendingastyrk stöðvanna.
Símenntun.
Síðustu þrjú ár hefur SSS veitt fjármagni til stuðnings starfsemi Símenntunar á Suðurnesjum. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvernig Miðstöð símenntunar hefur náð að vaxa og blómstra. Formaður og framkvæmdastjóri mættu nú á haustdögum á athöfn þegar húsnæði að Skólavegi 1 var afhent Miðstöð Símenntunar formlega. Þá var einnig fagnað þeim áfanga að fjarkennsla fer nú fram á háskólastigi hér á Suðurnesjum.
Nýbúafræðsla.
Stjórnin hefur á fundum sínum fjallað um nauðsyn þess að leggja beri áherslu á að sinna fullorðinsfræðslu betur varðandi hina fjölmörgu nýbúa sem hér hafa sest að. Hér er ekki eingöngu átt við íslensku kennslu heldur eigi síður að fræða nýbúa um réttindi sín og skyldur í íslensku samfélagi.
Um þessi mál hefur verið fundað með forstöðumanni símenntunar. Stjórnin ákvað að hafa sérstakan dagskrárlið hér á aðalfundinum um þessi mál.
Söfn á Suðurnesjum.
Veruleg umræða hefur farið fram innan stjórnar um safnamál á Suðurnesjum. Lögð er áhersla á að auka þarf samstarf og sameiginlega kynningu á söfnunum. Ákveðið var að taka þessi mál sérstaklega til umræðu á þessum aðalfundi
Staða skóla og æskulýðsmála.
Til umræðu hefur komið að gera sérstaka úttekt á stöðu skóla og æskulýðsmála hér á Suðurnesjum. Málin hafa verið rædd við Skólamálastjóra, Eirík Hermannsson. Framkvæmdastjóra SSS og skólamálastjóra hefur verið falið að ræða við Rannsókn og greiningu um fyrirkomulag og kostnað. Ákvörðun liggur ekki fyrir í málinu en það mun bíða næstu stjórnar að koma með tillögu í málinu.
Fjárlaganefnd.
Formaður og framkvæmdastjóri mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í sept. s.l. og fóru yfir nokkur af sameiginlegum málum okkar s.s. D-álmu, Reykjanesbraut, Fjölbrautaskóla og Símenntun.
Landshlutasamtök.
Eins og áður höfum við tekið þátt í samstarfi Landshlutasamtakanna. Í sumar var haldinn fundur samtakanna og fór hann fram á Reyðarfirði ásamt fróðlegri skoðunarferð um Austfirðina. Formaður og framkvæmdastjóri mættu fyrir hönd stjórnar.
Sameiginlegur fundur var haldinn með stjórn SSS og SASS. Tilefni þessa fundar var að nú liggur fyrir að Suðurnes og Suðurland verða saman í nýju kjördæmi við næstu kosningar. Var talið eðlilegt að þessi tvö samtök tækju upp nánara samtarf til að kynnast og kynna sín sjónarmið. Fundurinn sendi m.a. frá sé sameiginlega ályktun um samgöngumál.
Í síðasta mánuði fengum við heimsókn frá sveitarstjórnarmönnum af höfuðborgarsvæðinu. Var farið um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og mönnum kynnt það helsta sem er að gerast á hverjum stað. Tókst þessi heimsókn með ágætum þótt þátttaka hefði mátt vera betri.
Samráðsfundur.
Á starfsárinu var haldinn einn samráðsfundur sveitarstjórnarmanna um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Starfsmat, launanefnd.
Miklar umræður um starfsmat og launamál hafa farið fram á starfsárinu. Haldnir hafa verið kynningafundir og ráðstefnur varðandi þessi mál.
Í framhaldi af því að 3 af 4 aðilum í starfsmatsnefnd sögðu af sér, var sú ákvörðun tekin að leita út fyrir svæðið að aðilum og fá atvinnufólk í þessum fræðum til að taka að sér störf í starfsmatsnefnd. Niðurstaðan varð sú að starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar og fjármálastjóri Kópavogs sitja í nefndinni og til ráðuneytis er sérfræðingur í þessum málum. Samkvæmt bestu upplýsingum mun störfum nefndarinnar ljúka innan tíðar.
Stjórn SSS tók þá ákvörðun nýlega að óska eftir því við launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga að hún tæki að sér samningsumboð við þau félög sem launanefnd SSS hefur samið við. Að okkar mati er orðin svo mikil atvinnumennska í þessum málum að heppilegra er að aðilar sem eru á kafi í þessum málum alla daga gæti hagsmuna okkar í samningamálum.
Fjárhagsáætlun 2001.
Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar SSS fyrir 2001 er nú hafinn. Stefnt er að því að stjórn SSS geti afgreitt áætlunina frá sér eigi síðar en 20. nóv.n.k.
Ágætu fundarmenn.
Heilmikil vinna liggur að baki undirbúnings aðalfundar og er það von okkar í stjórninni að fundarefni sem hér eru á dagskrá veki áhuga og geti skapað umræður og grundvöll til stefnumarkandi ákvarðana.
Ég vil í lokin þakka meðstjórnarmönnum fyrir einstaklega gott samstarf á starfsárinu. Það hefur verið virkilega gaman að gegna formennsku með svo ágætu fólki sem, skipar stjórnina.
Framkvæmdastjóra þakka ég fyrir ánægjulegt samstarf og þægilegheit svo og öllu starfsfólki á skrifstofunni fyrir gott og jákvætt starf.
5. Ársreikningur SSS fyrir árið 1999.
Til máls tók Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri er fylgdi ársreikningunum úr hlaði. Þar kom fram að tekjur SSS voru um 9 milljónir kr og gjöld um 8,5 milljónir og tekjuafgangur ársins tæplega 1.2 milljónir að meðtöldum fjármunaliðum og gjöldum vegna verkefna.
6. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
Fundarstjóri gaf síðan orðið laust um skýrslu stjórnar og ársreikning S.S.S. Til máls tók Ellert Eiríksson bar fram fyrirspurn um ársreikningana og svaraði Guðjón Guðmundsson hans fyrirspurn. Fundarstjóri bar síðan ársreikningana upp og voru þeir samþykktir samhljóða.
7. Ávarp félagsmálaráðuneytis.
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytis færði fundinum kveðjur félagsmálaráðherra sem staddur er erlendis. Húnbogi ræddi m.a. um þau verkefni sem unnið er að í ráðuneytinu sem eru m.a. málefni fatlaðra og endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga.
8. Ávörp gesta.
Til máls tók Þorgerður Gunnarsdóttir alþingismaður er flutti kveðjur þingmanna Reykjaneskjördæmis.
9. Tillögur og ályktanir lagðar fram.
Sigurður Jónsson lagði fram fyrir hönd stjórnar eftirfarandi ályktanir:
Ályktun um tekjustofna sveitarfélaga, ályktun um Reykjanesbraut-vegamál, ályktun um safnamál, ályktun um D-álmu, ályktun um heilsugæslumál og ályktun um löggæslumál.
Fundarstjóri gaf orðið laust um ályktanirnar.
Til máls tóku Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður og Reynir Sveinsson.
10. Kaffihlé.
Varafundarstjóri María Anna Eiríksdóttir tók við fundarstjórn.
11. Söfn og varðveisla fornminja á Suðurnesjum.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ræddi um þjóðminjalög, samvinnu milli safna, fornleifaskráningu á svæðinu og séreinkenni hvers svæðis.
Sagan, söfnin og ferðamennnskan.
Fundarstjóri tilkynnti að Arthur Björgvin Bollason hefði boðað forföll. Í hans stað kom Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi. Hann ræddi m.a. um að tengja þyrfti saman söguna, söfnin og ferðamennskuna.
Umræður:
Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Kristján Pálsson, Björk Guðjónsdóttir, Skúli Thoroddsen, Ellert Eiríksson, Jónína Sanders, Ólafur Kjartansson og Jóhann Geirdal.
12. Skoðunarferð um Gerðhrepp ma. áð í byggðasafninu.
Varafundarstjóri María Anna Eiríksdóttir frestaði fundi til morguns.
Aðalfundur S.S.S. – framhald, laugardaginn 14. október 2000 kl. 10:00.
13. Nýjungar í stjórnun sveitarfélaga.
Sigfús Jónsson ræddi um brýn viðfangsefni sveitarfélaga, hvert stefnir, nýjar leiðir og breytt hlutverk sveitarfélaga.
Helga Jónsdóttir ræddi um skyldur og hlutverk sveitarfélaga, breytt ytra og innra umhverfi og breytingarferli hjá Reykjavíkurborg.
14. Pallborðsumræður:
Í þeim tóku þátt Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ellert Eiríksson, Helga Jónsdóttir og Sigfús Jónsson. Stjórnandi Einar Njálsson.
Til máls tóku Kristján Pálsson, Jóhann Geirdal, Skúli Skúlason og Sveindís Valdimarsdóttir beindu fyrirspurnum til frummælenda sem svöruðu þeim mjög skilmerkilega.
Sigurður Ingvarsson tók við fundarstjórn.
Fundarstjóri leyfði breytingu á dagskrá fundarins og ávarpaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson form. Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn og flutti fundinum kveðjur sambandsins og ræddi málefni sveitarfélaga.
15. Nýbúar í íslensku samfélagi.
Kristín Njálsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar nýbúa Reykjavík ræddi um málefni nýbúa, fjölda þeirra, hvaðan þeir koma og búsetu þeirra á Íslandi. Einnig fjallaði hún um þjónustu og markmið miðstöðvar við nýbúa í Reykjavík.
Guðjón Guðmundsson tók til máls og birti nýjar tölur um erlenda ríkisborgara á Suðurnesjum.
16. Tillögur tekjustofnanefndar að nýrri skipan tekjustofna sveitarfélaga.
Ingimundur Sigurpálsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, ræddi um hugmyndir fulltrúa sveitarfélaganna að nýrri skipan tekjustofna sveitarfélaganna. Fram kom að nefndin hefur enn ekki skilað tillögum en er þeirra að vænta innan fárra daga.
17. Umræður.
Til máls tóku Sigurður Jónsson, Jóhann Geirdal, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
18. Ályktanir – umræður og afgreiðslur.
Ályktun um tekjustofna sveitarfélaga. Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. okt. 2000 ítrekar fyrri samþykktir sínar að við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga verði þeim tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar til að sinna verkefnum sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum.
Aðalfundur SSS krefst þess að tekjutap fyrri ára (fortíðarvandi) og aukin útgjöld vegna lagasetninga sem reynst hafa íþyngjandi fyrir sveitarfélögin verði bætt að fullu.
Aðalfundur SSS telur nauðsynlegt að tillögur nefndar sem vinnur að endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga liggi fyrir hið fyrsta svo að Alþingi geti fjallað um málið á haustþingi.
Ályktun um tekjustofna samþykkt samhljóða.
Ályktun um Reykjanesbraut og vegamál.
Til máls tók Jóhann Geirdal sem leggur til breytingu á fyrri tillögu og hljóðar ályktunin því þannig með áorðnum breytingum:
Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. okt. 2000 fagnar framkominni vegaáætlun fyrir árin 2000-2004, þar sem kveðið er á um flýtingu framkvæmda frá því sem áður var áformað varðandi Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg.
Aðalfundurinn harmar þó, að enn er gert ráð fyrir 5 ára framkvæmdatíma og að verktími verði á árunum 2002 til 2007.
Aðalfundur SSS bendir á að sívaxandi umferð á Suðurnesjum, ekki síst í tengslum við flugstarfsemina, kallar á brýna þörf á að fjármagn verði tryggt til að hrinda vega- áætlunum í framkvæmd og að áfram verði unnið að því af fullum krafti að útvega meira fjármagn til að flýta verkinu.
Aðalfundur SSS skorar á þingmenn kjördæmisins að vinna að því að gert verði ráð fyrir lýsingu á vegina til Sandgerðis, Garðs og Grindavíkur.
Ályktun um Reykjanesbraut og vegamál samþykkt samhljóða.
Ályktun um safna- og ferðamál.
Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Sveindís Valdimarsdóttir, Jónína Sanders og Reynir Sveinsson sem leggur til breytingu á fyrri tillögu og hljóðar ályktunin því þannig með áorðnum breytingum.
Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. okt. 2000 samþykkir að óska eftir við MOA að vinna að tillögugerð um hvernig hægt væri að auka samstarf og sérhæfingu safna hér á Suðurnesjum til að auka menningartengda ferðaþjónustu.
Til Suðurnesja koma flestir ferðamenn í upphafi og í lok ferða til landsins. Ferðaþjónusta er ung atvinnugrein á Suðurnesjum sem hefur verið að stóraukast á liðnum árum. Suðurnesin hafa uppá margt að bjóða til dægrastyttingar fyrir gesti sem hingað koma s.s. margar tegundir safna, hvalaskoðun, fuglalíf, stórbrotna náttúru, Bláa lónið og margt fleira.
Aðalfundur SSS hvetur MOA og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu að sameina krafta sína í að kynna Suðurnesin með markvissum hætti sem góðan valkost til að heimsækja.
Ályktun um safna- og ferðamál samþykkt samhljóða.
Ályktun um D – álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. október 2000 krefst þess að staðið verði við byggingarframkvæmdir D-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þannig að engar frekari tafir verði á verkinu og að lokið verði við lóðaframkvæmdir á tilsettum tíma samanber 4. grein samningsins frá 7. mars 1997.
Jafnframt minnir fundurinn á að í sömu grein áðurnefnds samnings er kveðið á um að fram skuli fara skoðun á stöðu öldrunarmála á Suðurnesjum og í framhaldi tekin ákvörðun um frekari nýtingu hússins.
Aðalfundurinn skorar á heilbrigðisráðherra að hefja nú þegar viðræður við heimamenn um framtíð öldrunarmála á svæðinu.
Ályktun um D-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja samþykkt samhljóða.
Ályktun um heilsugæslumál. Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. október 2000 skorar á fjárveitingarvaldið að skapa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eðlilegan og sanngjarnan rekstrargrundvöll og tryggja íbúum svæðisins trausta þjónustu. Suðurnesjamenn hafa á undanförnum árum sífellt mátt þola skerta þjónustu stofnunarinnar vegna fjárskorts.
Aðalfundurinn ítrekar fyrri samþykktir sínar um nauðsyn þess að framtíðarhlutverk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði skilgreint í samvinnu við heimamenn og eðlilegt fjármagn tryggt til reksturs með framlögum á fjárlögum og /eða með gerð þjónustusamninga.
Ályktun um heilsugæslumál samþykkt samhljóða.
Ályktun um löggæslumál.
Til máls tók Ólafur Thordersen.
Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. október 2000 skorar á ríkisvaldið að efla löggæslu á Suðurnesjum.
Fyrir liggur að lögreglan telur sig ekki geta sinnt eðlilegri löggæslu nema til komi aukið fjármagn.
Aðalfundurinn mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði og telur að þess í stað þurfi að auka fjármagn til embættanna.
Ályktun um löggæslumál samþykkt samhljóða.
19. Önnur mál.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
20. Tilnefning stjórnar og varastjórnar fyrir næsta starfsár.
Tilnefningar sveitarfélaganna í stjórn S.S.S. 2000.
Reykjanesbær:
Aðalmaður: Skúli Þ. Skúlason
Varamaður: Björk Guðjónsdóttir
Grindavíkurbær:
Aðalmaður: Hallgrímur Bogason
Varamaður: Sverrir Vilbergsson
Sandgerðisbær:
Aðalmaður: Óskar Gunnarsson
Varamaður: Sigurður V. Ásbjarnarson
Gerðahreppur:
Aðalmaður: Sigurður Jónsson
Varamaður: Sigurður Ingvarsson
Vatnsleysustrandarhreppur:
Aðalmaður: Þóra Bragadóttir
Varamaður: Jóhanna Reynisdóttir
21. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara.
Aðalmenn: Magnús Haraldsson
Ingimundur Þ. Guðnason
Varamenn: Ellert Eiríksson
Ingólfur Bárðarson
22. Kosnir 4 fulltrúar á samráðsfund Landsvirkjunar.
Skúli Þ. Skúlason
Sigurður Jónsson
Hallgrímur Bogason
Guðjón Guðmundsson
Fundarstjóri Sigurður Ingvarsson þakkaði fundarmönum gott samstarf og gaf formanni S.S.S. Sigurði Jónssyni orðið sem þakkaði fundarmönnum fundarsetuna og starfsmönnum fundarins vel unnin störf.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð er tölvufærð og er 12 bls.
________________________________
Jóhanna M. Einarsdóttir fundarskrifari