480 fundur SSS 26. október 2000
Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 26. október kl. 17.00.
Mætt eru: Sigurður Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Stjórnin skiptir með sér verkum:
Formaður: Skúli Þ. Skúlason
Varaformaður: Hallgrímur Bogason
Ritari: Óskar Gunnarsson.
Skúli Þ. Skúlason tók við stjórn fundarins.
2. Aðalfundur SSS árið 2000. Farið yfir ályktanir og helstu niðurstöður fundarins.
Í framhaldi af ályktun aðalfundar SSS um D-álmu við HSS er ákveðið að stjórn SSS óski eftir fundi með heilbrigðisráðherra.
3. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 5/10 ´00 lögð fram og samþykkt.
4. Fundargerð Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 16/10 ´00 lögð fram og samþykkt.
5. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 2/10 ´00 lögð fram og samþykkt.
6. Bréf dags. 6/10 frá SSV ásamt aðalfundarboði samtakanna. Lagt fram.
7. Bréf dags. 16/10 frá Brunabót varðandi fund Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins 1. nóv. kl. 18.00. Lagt fram.
8. Bréf dags. 17/10 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá fjármálaráðstefnunnar. Lagt fram.
9. Bréf dags. 16/10 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt “Ólafsvíkuryfirlýsingu”.
Lagt fram.
10. Bréf dags. 20/10 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt helstu niðurstöðum og tillögum tekjustofnanefndar.
Stjórn SSS mótmælir harðalega að í tillögum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga skuli ekki vera tekið á hallarekstri sveitarfélaganna undanfarin ár og hann bættur. Rekstrarhalli sveitarfélaga stafar að miklu leyti vegna ráðstafanna ríkisvaldsins samanber opinber gögn. Þá mótmælir SSS að sveitarfélögin verði neydd til skattahækkana til að geta sinnt lögbundnum verkefnum. SSS harmar að hlutdeild sveitarfélaganna í óbeinum sköttum skuli ekki vera í tillögum nefndarinnar.
11. Bréf dags. 20/10 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 21. mál, aflahlutdeild skólaskipa. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
12. Bréf dags. 20/10 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 22. mál, sólarlagsákvæði, sóknardagar, veiðar smábáta ofl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
13. Bréf dags. 20/10 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um grundvöll nýrrar fiskveiðistjórnar, 23. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
14. Bréf dags. 19/10 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í alþjóðasamskiptum. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
15. Fjárhagsáætlun S.S.S. fyrir árið 2001. Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir SSS. Fjárhagsáætluninni vísað til fjárhagsnefndar SSS.
16. Sameiginleg mál.
Lögð fram úttekt um stöðu safna á Suðurnesjum og framtíðarsýn.
Rætt um málefni Héraðsnefndar Suðurnesja, framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30