fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

486. fundur SSS 22. mars 2001

 Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 22. mars kl. 17.00  á Fitjum.

Mætt eru:  Björk Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.  Fulltrúi og varafulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 20/2 ´01 frá Sandgerðisbæ varðandi opinn fund um skýrslu um skóla-og æskulýðsmál á Suðurnesjum.  Umræður urðu um hvernig haldið hefur verið áfram að vinna að málinu í sveitarfélögunum. Lagt fram.

2. Bréf dags. 21/2 ´01 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi fulltrúaráðsfund fimmtudaginn 29. mars nk. Lagt fram.

3. Bréf dags. 21/2 ´01 frá Valfríði Gísladóttur deildarstj. við MK varðandi íslensku- og frönskunámskeið fyrir almenning í La Rochelle í tilefni af tungumálaári Evrópu.  Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu í framhaldi af umræðum á fundinum.

4. Bréf dags. 31/01 ´01 frá Reykjanesbæ (afgr. bæjarstj. á 485. fundar).  Stjórn SSS óskar eftir áliti launanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi framkvæmd starfsmats frá síðustu áramótum.

5. Bréf dags. 8/03 ´01 frá SASS ásamt dagskrá aðalfundar þeirra 23. – 24. mars n.k.  Lagt fram.

6. Dagskrá málþings “Að gera söguna sýnilega” sem verður 16. mars ´01. Lagt fram

7. Bréf (afrit) dags. 9/03 ´01 frá Hundavinafélagi Íslands. Lagt fram.

8. Bréf dags. 26/2 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, 171. mál, afli utan kvóta. Lagt fram.

9. Bréf dags. 1/3 ´01 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 135. mál, lágmarksstærð sveitarfélaga. Lagt fram.

10. Bréf dags. 6/3 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, 504. mál, veiðar umfram aflaheimildir. Stjórn SSS  tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Flutningur málefna fatlaðra og flutningur málaflokksins til sveitarfélaganna (staða mála) SJ/GG. Miklar umræður urðu um málið.

12. Sameiginleg mál.
Rætt um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, ítrekuð hefur verið ósk um fund með heilbrigðisráðherra. Jafnframt var rætt um rekstur HSS og frágang lóðar við D-álmu. Framkvæmdastjóra falið að skrifa ráðuneytinu bréf varðandi frágang lóðar um að tafarlaust verði staðið við samning þar að lútandi.