fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

487. fundur SSS 26. apríl 2001

 Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 26. apríl kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá

1. Fundargerð  Bláfjallanefndar  frá 15/3 ´01 lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð  Launanefndar S.S.S. frá 22/3 ´01 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 23/3 ´01 frá félagsmálaráðuneyti varðandi skipun nefndar til að endurskoða laga-og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um tilgang nefndarinnar. Lagt fram.

4. Bréf dags. 2/4 ´01 frá SASS ásamt ályktun frá aðalfundi.  Lagt fram.

5. Dagskrá málþings “Reynslusveitarfélög á tímamótum” sem verður  27. apríl ´01.
Lagt fram.

6. Bréf dags. 23/3 ´01 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 146. mál  einkafjármögnun og rekstrarleiga. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

7. Bréf dags. 9/4 ´01 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um villtan mink, 334. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

8. Bréf dags. 9/4 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað útgerðar og fiskvinnslu, 456. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

9. Bréf dags. 9/4 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt  tillögu til þingsályktunar um áframeldi á þorski, 465. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

10.   Bréf dags. 10/4 ´01 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um  húsnæðismál, 623. mál. kærunefnd, afskriftir, vanskil o.fl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf frá 18/4 ´01 menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um mennta- og fjarkennslumiðstöðvar, 263. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

12. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (D-álma, framtíðaráform). Miklar umræður urðu um málið.

13. Samstarf við Charente-Maritime.   Lagðar voru fram hugmyndir MOA um samskipti við Charente-Maritime. Íslenskur starfsmaður Charente-Martime, Harpa Þórsdóttir,  hefur verið á Íslandi þessa viku og skoðað svæðið undir leiðsögn MOA. Formaður og framkvæmdastjóri munu eiga fund með Hörpu á morgun. 

14. Sameiginleg mál.
   Borist hefur ósk frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja um að S.S.S. skipi fulltrúa í stjórn samtakanna.  Ákveðið að skipa Reyni Sveinsson sem aðalmann og Þóru Bragadóttur sem varamann.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.40