500. fundur SSS 16. maí 2002
Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 16. maí kl. 17.00 á Fitjum.
Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S. frá 17/4 ´02. Lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. frá 13/5 ´02. Lögð fram og samþykkt.
Í framhaldi af fundargerð fjárhagsnefndar frá 13.05.2002 þar sem fjallað er um endurskoðun á fjárhagsáætlunum BS eins og gert var ráð fyrir í “fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2002” (sbr. greinargerð bls. 3) tekur stjórn SSS undir með fjárhagsnefnd og leggur til við eignaraðila BS að uppsafnaður halli og vextir kr 17.300 þúsund fyrir árin 2000 og 2001 verði greiddur upp á þessu ári.
Halli þessi er að stórum hluta vegna ákvæða kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 2001. Jafnframt verði fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 hækkuð sem nemur 2.300 þús. vegna uppgjörs hvíldarákvæða kjarasamninga.
3. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá 18/4 og 8/5 ´02. Lagðar fram og samþykktar.
4. Bréf dags. 24/4 ´02 frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skorað er á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Félag íslenskra heimilislækna að ná samkomulagi um launakjör. Lagt fram.
5. Bréf dags. 2/5 ´02 frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi. Einnig bréf dags. 10/5 ´02 frá Reykjanesbæ þar sem sama erindi er framsent til SSS. Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.
6. Bréf dags. 7/5 ´02 frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja ásamt ályktun. Lagt fram.
7. Bréf dags. 2/5 ´02 frá Sandgerðisbæ þar sem ályktun Ferðamálasamkanna (sbr. 6. lið) er vísað til SSS. Lagt fram.
8. Bréf dags. 2/5 ´02 frá SSNV þar sem tilkynnt er um ársþing 30. –31. ágúst n.k.
9. Bréf dags. 7/5 ´02 frá SSV þar sem tilkynnt er um aðalfund 23. ágúst n.k.10. Bréf dags. 10/5 ´02 frá SASS þar sem tilkynnt er um aðalfund 30. –31. ágúst n.k.
11. Bréf (afrit) dags. 10/5 ´02 frá SASS þar sem SASS skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra að endurskoða upphæð daggjalda til dvalar og hjúkrunarheimila.
12. Bréf dags. 22/4 ´02 frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar h.f. ásamt tillögum um framtíðarþróun “Keflavík Terminal Masterplan”
Stjórn SSS fagnar þeirri vinnu sem stjórn FLE hf. stendur fyrir um þróun og framtíðarsýn fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þeim uppbyggingaráformum er þar koma fram. Það er ákaflega mikilvægt fyrir svæðið í heild að markvisst sé unnið að þessari uppbyggingu og langtímasjónarmið höfð að leiðarljósi þar sem byggt er á framtíðarspám um farþegaþróun og kostum flugvallarins.
Stjórn SSS tekur hins vegar ekki efnislega afstöðu til tillagna um skipulag svæðisins en vísar þar til Skipulags-, byggar- og umhverfisnefndar varnarsvæða.
Stjórn þakkar fyrir að fá að fylgjast með þessari vinnu og er tilbúin til samstarfs og viðræðna hvenær sem er en hefur ekki efnislegar athugasemdir á þessu stigi.
13. Bréf dags. 15/4 ´02 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um hvalveiðar, 648. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til málsins.
14. Bréf dags. 19/4 ´02 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um neysluvatn, 679. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til málsins.
15. Bréf dags. 29/4 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um gagnsemi raflýsingar á þjóðvegum milli þéttbýlisstaða, 442. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til málsins.
16. Bréf dags. 29/4 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktuna um strandsiglingar, 466. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til málsins.
17. Bréf dags. 29/4 ´02 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs, 651. mál, EES-reglur. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
18. Bréf dags. 2/5 ´02 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um þjónustugjald á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum, 439. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til málsins.
19. Bréf dags. 18/3 ´02 frá landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar og frumvörp: 555. mál, landgræðsluáætlun 2003-2014.
584. mál, landgræðsla (heildarlög).
593. mál, afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
Frestað til næsta fundar.
20. Sameiginleg mál.
Stefnt að aðalfundi SSS 13/14 september nk.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.