51. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja
51. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2025, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Gunnar K. Ottósson, Lilja Sigmarsdóttir, Elísabet Bjarnadóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón Guðnason, Guðmundur Björnsson, Björn Edvardsson, Guðrún P. Ólafsdóttir, Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Forföll boðuðu þeir: Jón B. Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson og Davíð Viðarsson
Einar Jón Pálsson varaformaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Vinnslutillaga Svæðisskipulag Suðurnesja – athugasemdir og viðbrögð. Gestir Stefán Gunnar Thors, Anna Sóley Þorsteinsdóttir og Herdís Sigurgrímsdóttir.
Nefndin fór yfir innsendar athugasemdir við vinnslutillöguna. Nefndin þakkar góðar ábendingar.
Næstu skref eru að flokka viðbrögð, fá kynningar frá aðilum eins og Landsneti, Reykjanesbæ (Landi og skógum), Veðurstofu Íslands, ÍSOR eða Vatnaskilum (vatnsverndarsvæði) og ábyrgðarmönnum skýrslunnar um Flugvöll í Hvassahrauni. Að lokum verður tillagan uppfærð.
Herdís fór yfir niðurstöður vinnustofu vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja, en hluti af þeim tillögum mun styðja við markmið Svæðisskipulags Suðurnesja.
2. Tölvupóstur frá Skipulagsgátt. Beiðni um umsögn vegna máls 1055/2024, athafnasvæði AT12 breyting. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1055
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna um breytingu á aðalskipulagi.
3. Tölvupóstur frá Skipulagsgátt. Beiðni um umsögn vegna máls 1519/2024 https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1519
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingu á deiluskipulagi Vogshóll-Sjónarhóll.
4. Önnur mál.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:40.