810. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 12. mars, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
Sóknaráætlun Suðurnesja – drög.
a)Tillögur að áhersluverkefnum.

Stjórn S.S.S. fór yfir drög að Sóknaráætlun Suðurnesja 2025-2029 sem og tillögur að áhersluverkefnum. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og koma Sóknaráætluninni í umsagnarferli.
2. Undirbúningur vorfundar S.S.S.
Lögð fram drög að dagskrá vorfundar. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og senda hana út til kjörinna fulltrúa.
3. Starfsáætlun Áfanga- og Markaðsstofu Reykjaness 2025
a)Verkefnastaða 2024-2025
b)Erlend verkefni
Lagt fram.
4. Afrit af ósk um fjármagn til að efla öryggi ferðamanna á Reykjanesskaga vegna mögulegs eldgoss á Sundhnjúkagígaröð.
Lagt fram til upplýsinga.
5. Erindi dag. 25.02.2025 frá Menna- og barnamálaráðuneytinu. Beiðni um tilnefningu í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Aðalmenn:
Ásrún Kristinsdóttir, kt. 171074-4959, Staðarhraun 29, 240 Grindavík.
Halldór Rósmundur Guðmundsson, kt. 210666-5409, Klapparstíg 5, 260 Reykjanesbæ.
Varamenn:
Laufey Erlendsdóttir, kt. 061272-5349, Lyngbraut 15, 250 Suðurnesjabær.
Bjarni Páll Tryggvason, kt, 261079-3809, Mánagötu 11, 230 Reykjanesbær.
6. Tölvupóstur frá nefndar- og greiningarsviði Alþings., dags. 06.03.2025. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 (samræming við EES-reglur), 129. Mál.
Lagt fram.
7. Önnur mál.
Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra hefur að tillögu valnefndar samþykkt styrk vegna verkefnisins „Byggðaþróun og efling samfélags í Grindavík og nærliggjandi svæða“ að upphæð kr. 16.000.000,- til eins árs. Styrkurinn er hluti af styrkjum úr Byggðaáætlun, C-1.
Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samgöngu- og sveitarstjórar ráðuneytisins funduðu þann 10. mars með formanni og framkvæmdastjóra S.S.S. vegna endurskoðunar á sveitarstjórnarlögum. Í IX. kafla laganna er fjallað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna t.d. landshlutasamtök, byggðasamlög og fleira. Lagt er til að haldin verði vinnustofa í öllum landshlutum með hagaðilum vegna þessa. Fundurinn á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 9.apríl, kl. 16:30. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir
Björn Sæbjörnsson Ásrún H. Kristinsdóttir
Berglind Kristinsdóttir