52. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
52. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Forföll boðuðu þeir: Davíð Viðarsson og Magnús Stefánsson.
Gestir fundarins: Guðlaugur H. Sigurjónsson (RNB), Stefán Gunnar Thors (VSÓ), Herdís Sigurgrímsdóttir (VSÓ), Anna Sóley Þorsteinsdóttir (Kanon), Berglind Ásgeirsdóttir (RNB), Margrét Lilja Margeirsdóttir (RNB) og Gnýr Guðmundsson (Landsnet).
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Kynning frá Reykjanesbæ – áætlun unnin í samstarfi við Land og skóg.
Berglind og Margrét Lilja kynntu svæðisáætlun um skógrækt, samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Lands og skóga. Í máli þeirra kom m.a. fram að Land og skógur hefur áhuga á því að vinna verkefni sem þetta fyrir landshlutann í heild sinni. Svæðisskipulagsnefndin þakkar góða og áhugaverða kynningu.
2. Kynning frá Landsneti.
- Tölvupóstur frá Landsneti dags. 20.02.2025. Verk- og matslýsing vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034.
Gnýr Guðmundsson, forstöðumaður kerfisþróunar fór yfir kynningu sem tekin var saman um aukið orkuöryggi á Reykjanesi. Í kynningunni fór hann m.a. yfir sviðsmyndagreiningu. Landsnet er þessa daganna að leggja fram nýja kerfisáætlun en ljóst er að vinnan vegna orkuöryggis Reykjanesskagans nær ekki inn í þá áætlun. Þessa daganna er unnið að kostnaðarmati valkosta, jafnframt er lagt mat á hvar þurfi jarðstrengi og hvar þurfi loftstrengi. Landsnet áætlar að leggja fram lokaskýrslu í maí vegna þessa. Svæðisskipulagsnefndin þakkar áhugaverða kynningu.
3. Tölvupóstur frá Guðmundi Björnssyni – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.
Í tölvupósti dagsettum þann 17. febrúar s.l. frá Guðmundi Björnssyni kemur fram að við ráðherraskipti skuli skipa nýja Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. Ný nefnd hefur ekki verið skipuð og umboð fyrrverandi nefndar því útrunnið.
Nefndin hefur því lagt niður störf og starfi Guðmundar fyrir Svæðisskipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar þar með lokið.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja þakkar Guðmundi fyrir gott og ánægjulegt samstarf í gegnum árin og hvetur nýjan Innviðaráðherra til að skipa í nefndina sem fyrst.
4. Önnur mál
Beiðni um umsögn vegna máls í Skipulagsgátt.
Reykjanesbær hefur óskað eftir umsögn um eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
- Tæknivellir Ásbrú, nr. 1306/2024, breyting á deiliskipulagi.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi vegna Tæknivalla Ásbrú.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:20.