811. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 9. apríl, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Farsæld barna – kynning Hjördís Eva Þórðardóttir.
Hjördís Eva nýráðin verkefnastjóri málaflokksins hjá S.S.S. fór yfir hugmyndir að uppsetningu á Farsældarráði Suðurnesja. Fór m.a. yfir tillögur að stofnun farsældarráðs, kortlagningu hagræna áhrifa, fjárfestingartækifæri, forvarnir með háu ROI og fjárfestingaráætlun.
Stjórn S.S.S. þakkar frábæra kynningu og samþykkir næstu skref, sem felast í því að verkefnastjóri kalli saman óformlegan undirbúningshóp sem samanstendur af stjórnendum sveitarfélaganna sem bera ábyrgð á málaflokknum. Verkefni hópsins er að undirbúa samstarfsyfirlýsingu sem verður lögð til samþykktar fyrir stjórn S.S.S. og í framhaldi hjá aðildarsveitarfélögum S.S.S.
- Tilnefning í stýrihóp vegna undirbúnings fyrir Almyrkva 2026.
Lagt fram, sveitarfélögin á Suðurnesjum munu skila inn tilnefningum í hópinn fyrir 15. apríl. - Umsögn Grindavíkurbæjar vegna skýrslunnar „Staða Grindavíkur og sviðsmyndir um Grindavík“.
Fulltrúi Grindavíkur fylgdi umsögninni eftir. - Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Björn Sæbjörnsson
Ásrún H. Kristinsdóttir Berglind Kristinsdóttir