510. fundur SSS 13. febrúar 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 13. febrúar 2003 kl. 17.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 30/1 ´03. Lögð fram og samþykkt.
2. a) Bréf dags. 5/2 ´03 frá Reykjanesbæ
b) Bréf dags. 6/2 ´03 frá Sandgerðisbæ
c) Bréf dags. 11/2 ´03 frá Gerðahreppi
d) Bréf dags. 13/2 ´03 frá Vogum
e) Bréf dags. 13/2 ´03 frá Grindavíkurbæ.
Sveitarfélögin hafa öll samþykkt samning um viðbyggingu F.S.
3. Bréf dags 4/2 ´03 frá Reykjanesbæ ásamt afgreiðslu bæjarráðs Reykjanesbæjar v/Staðardagskrár 21. Vísað í fundargerð stjórnar S.S.S. 23.8.2001, framkvæmdastjóra falið að endursenda svar stjórnar SSS.
4. Bréf dags. 30/1 ´03 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, 375. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
5. Bréf dags. 31/1 ´03 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 422. mál, rekstrarform, arðgreiðslur o.fl.
Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
6. Bréf dags. 5/2 ´03 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvörpum til laga um orkustofnun, 544. mál, heildarlög og Íslenskar orkurannsóknir, 545. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpanna.
7. Bréf dags. 5/2 ´03 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvörpum til raforkulaga, 462. mál, heildarlög, EES-reglur, og breytingu á ýmsum lögum á orkusviði, 463. mál. Afgreiðslu frestað.
8. Bréf dags. 6/2 ´03 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögum til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2006, 563. mál, og samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014, 469. mál. Ákveðið að áframsenda erindið til sveitastjórnanna og þær hvattar til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.
9. Samningur SSS og Byggðastofnunar um atvinnuþróun. Samningurinn samþykktur, framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn f.h. stjórnarinnar.
10. Á fundinum var lagt fram minnisblað vegna fundar stjórnar SSS með heilbrigðisráðherra 12.02.2003.
11. Sameiginleg mál.
Bréf dags. 13/2 2003 frá Vatnsleysustrandarhreppi ásamt bókun varðandi fundargerð DS frá 16.1.2003 lið 3. Lagt fram.
Bréf dags. 10/2 2003 frá Gerðahreppi. Sigurður Jónsson kynnti erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.20