fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

509. fundur SSS 30. janúar 2003

 Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 30. janúar 2003 kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Orkumál (samanber 506. fund SSS 14/11 ´02) Júlíus Jónsson forstjóri HS kom  á fundinn sem ræddi m.a. frumvörp að raforkulögum og um jöfnun kostnaðar við flutning og dreifingu raforku, orkuverð og sameiningu orkufyrirtækja.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 16/1 ´03 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 16/12 ´02 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn, 15.-16. febrúar nk.

4. Bréf dags.  9/12 ´02 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt niðurstöðu fulltrúa sambandsins um daggjöld hjúkrunarheimila. Stjórn SSS tekur undir bókun fulltrúa sveitarfélaganna í nefndinni.

5. Bréf dags. 17/1 ´03 frá Gerðahreppi.
Bréf dags. 11/12 ´02 frá Vatnsleysustrandarhreppi,
Bréf dags. 28/1 ´03 frá Reykjanesbæ,
Bréf dags. 30/1 ´03 frá Grindavíkurbæ,
Bréf dags. 30/1 ´03 frá Sandgerðisbæ  þar sem ofanritaðar sveitastjórnir hafa samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2003. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana hafa því tekið gildi.

6. Bréf dags. 6/12 ´02 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi hvatningarátakið hættum að reykja.

7. Bréf dags. 8/1 ´03 frá Byggðastofnun varðandi atvinnuráðgjöf á Suðurnesjum. Lagt fram.

8. Bréf dags. 8/1 ´03  frá Landgræðslu ríkisins ásamt yfirliti yfir landgræðsluverkefni. Lagt fram.

9. Fundur viðræðunefndar SSS ásamt drögum að  samningi við Menntamálaráðuneytið og Fjármálaráðuneytið.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við ráðuneytið um breytingu á orðalagi 6. greinar.  Stjórnin felur formanni að undirrita samninginn að fengnu samþykki sveitarstjórnanna.  

10. Bréf  dags. 11/12 ´02 frá samgöngunefnd Alþings ásamt frumvarpi til laga um vaktstöð siglinga, 392. mál, heildarlög, EES-reglur. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf dags. 11/12 ´02 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til þjóðminjalaga, 382. mál, verkaskipting, minjaverðir o.fl.  Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

12. Bréf dags. 11/12 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um breiðbandsvæðingu landsins, 46. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

13. Bréf dags. 16/12 ´02 frá allsherjarnefnd Alþings ásamt frumvarpi til laga um almannavarnir o.fl., 464. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

14. Bréf dags. 7/1 ´03 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, 404 mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

15. Skipun í þjónustuhóp aldraðra samanber lög nr. 125/1999.
Kristbjörg Leifsdóttir, Reykjanesbæ
Garðar Páll Vignisson, Grindavík,
tilnefnd af HSS
Sigurður Árnason, yfirlæknir og
Elín Jakobsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Hilmar Jónsson tilnefndur af félagi eldri borgara.

16. Málefni HSS. Ákveðið að óska eftir því við framkvæmdastjóra HSS að hún  komi á næsta fund.

17. Drög að samningi við Byggðastofnun um atvinnuþróunarmál lögð fram á fundinum.

18. Sameiginleg mál.  Framkvæmdastjóra falið að ítreka fund með   samgöngunefnd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20.05