508. fundur SSS 5. desember 2002
Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 5. desember kl. 17.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2003. Síðari umræða og afgreiðsla. Tillögur fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir 2003 samþykktar til afgreiðslu sveitarstjórnanna, jafnframt eru fundargerðir fjárhagsnefndar 185. – 190. fundar samþykktar.
2. Samkomulag um breytingar á fjámálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Lagt fram.
3. Bréf dags. 5. des. 2002 frá Brunavörnum Suðurnesja. Stjórn SSS samþykkir að veita launanefnd sveitarfélaga umboð til að semja um kjör slökkvistjóra við Tæknifræðingafélag Íslands
4. Sameiginleg mál.
Munnlegt svar hefur borist frá Samgöngunefnd Alþingis þar sem nefndin þiggur boð stjórnar SSS um að koma í heimsókn í janúar nk.
.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.30