507. fundur SSS 29. nóvember 2002
Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 29. nóvember kl. 12.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Formaður lagði til að 11. liður dagskrárinnar yrði afgreiddur fyrst.
11. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2003 lagðar fram á fundinum. Ólafur Örn Ólafsson formaður fjárhagsnefndar SSS fylgdi fjárhagsáætlunum úr hlaði. Ingimundur Guðnason sat fundinn undir þessum lið.
1. Bréf dags. 12/4 ´02 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt umsögn um skýrslu nefndar sem hefur endurskoðað laga-og reglugerðarákvæði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lagt fram.
2. Bréf dags. 12/11 ´02 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi hækkun á framlögum ríkisins til atvinnuþróunarfélaga. Lagt fram.
3. Bréf dags. 12/11 ´02 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 244. mál, flutningur aflaheimilda milli ára. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
4. Bréf dags. 12/11 ´02 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvörpum til laga um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, 245. mál, uppsjávarfiskur, og veiðieftirlitsgjald, 246. mál, hækkun gjalds. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
5. Bréf dags. 14/11 ´02 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um ójafnvægi í byggðamálum, 29. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
6. Bréf dags. 20/11 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um póstþjónustu, 257. mál, EES-reglur. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
7. Bréf dags. 22/11 frá landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aðstöðu til hestamennsku, 334. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
8. Bréf dags. 27/11 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs, 338. mál, EES-reglur. Málinu frestað.
9. Fundur framkvæmdastjóra með fulltrúum Byggðastofnunar um atvinnu- og byggðaþróun á Suðurnesjum. Formanni og framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að samningi við Byggðastofnun.
10. Erindi dags. 23/10 ´02 frá stýrihóps áfallateymis á Suðurnesjum. Frestað á síðasta fundi. Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar á fundinum. Í ljósi þeirra upplýsinga, liggur fyrir að áfallahjálp er á ábyrgð Landlæknis-embættisins. Í þeirri von að slíkur hópur verði áfram starfræktur á Suðurnesjum mun stjórn SSS framsenda erindið til Landlæknisembættisins og stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
11. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2003 lagðar fram á fundinum. Ólafur Örn Ólafsson formaður fjárhagsnefndar SSS fylgdi fjárhagsáætlunum úr hlaði. Ingimundur Guðnason sat fundinn undir þessum lið.
12. Sameiginleg mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.13.20