fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

506. fundur SSS 14. nóvember 2002

Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Starfskjaranefndar STFS og SSS frá 29/10 og 5/11 ´02 lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 10/10 ´02 lögð fram og samþykkt. Vegna 2. máls í fundargerðinni telur stjórnin að hún hafi unnið að lögum og muni gera það í framtíðinni.

3. Bréf (afrit) dags. 16/10 ´02 frá hjúkrunarfræðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lagt fram.

4. Ályktun fundar læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þann 11/10 ´02. Lagt fram.

5. Áskorun frá strandveiðimönnum á Suðurnesjum dags. 2/10 ´02. Lagt fram.

6. Hvatningarátakið HÆTTUM AÐ REYKJA frá Jóhanni Jóhannssyni. Stjórnin vísar erindinu til sveitarstjórnanna á Suðurnesjum.

7. Bréf dags. 9/10 ´02 frá Sandgerðisbæ ásamt bréfi frá H.S. Stjórnin óskar eftir að fá forstjóra Hitaveitu Suðurnesja á næsta fund.

8. Bréf dags. 9/10 ´02 frá Sandgerðisbæ ásamt bréfi frá SASS. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sbr. lið 7.

9. Bréf dags. 10/10 ´02 frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum varðandi tilnefningu í þjónustuhóp aldraðra. Lagt fram.

10. Bréf dags. 31/10 ´02 frá MSS, erindinu vísað til sveitastjórnanna á Suðurnesjum.

11. Bréf dags. 6/11 frá Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum. Óskað eftir umsögn starfskjaranefndar STFS og SSS.

12. Bréf dags. 7/11 ´02 frá Gerðahreppi varðandi það ástand sem skapast hefur á Suðurnesjum vegna uppsagna heilsugæslulækna. Lagt fram.

13. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn (Frá Samb. ísl. sveitarfélaga). Framkvæmdastjóra falið að kanna áhuga sveitastjórnanna á námskeiðinu.

14. Bréf (afrit) dags. 31/10 ´02 frá SV  varðandi hækkun á framlögum til atvinnuþróunarfélaganna. Lagt fram.  Á fundinum kom fram að fulltrúar Byggðastofnunar munu koma  til fundar við framkvæmdastjóra SSS nk. mánudag.  Framkvæmdastjóra falið að senda senda bréf til fjárlaganefndar  Alþingis.

15. Bréf (afrit dags. 4/11 ´02 frá SSA varðandi hækkun á framlögum til atvinnuþróunarfélaganna. Lagt fram.

16. Bréf dags. 5/11 ´02 frá Eyþingi varðandi hækkun á framlögum til atvinnuþróunarfélaganna.  Lagt fram.

17. Bréf dags. 21/10 ´02  frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aðgerð til verndar rjúpnastofninum, 11. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

18. Bréf dags. 4/11 ´02 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um útsendingu sjónvarps og útvarps um gervitungl, 6. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

19. Bréf dags. 4/11 ´02 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um skattfrelsi lágtekjufólks, 10. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

20. Bréf dags. 4/11 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri, 16. mál.Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

21. Bréf dags. 6/11 ´02 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um rýrnun eigna  íbúa landsbyggðarinnar, 254. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

22. Bréf dags. 6/11 ´02 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 15. mál, íbúaþing. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

23.  Erindi dags. 23/10 ´02 frá Áfallateymi Suðurnesja.  Frestað. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um málið.

24.  Kjör í sameiginlegar nefndir og stjórnir á vegum samstarfsins.

Bláfjallanefnd:  Aðalmaður: Sigmar Edvardsson
    varamaður: Friðrik Þór Friðriksson

Ferðamálasamtök Suðurnesja:
    Aðalmaður: Jón Gunnarsson
    varamaður: Ríkharður Ibsen

Ferlinefnd fatlaðra: Aðalmenn:  Lovísa Hilmarsdóttir
      Kristjana Kjartansdóttir
      Jakob Kristjánsson

Fulltrúaráð Brunabótafélags Suðurnesja:
    Aðalmaður Jóhanna Reynisdóttir
    varamaður Sigurður Jónsson

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
    Aðalmenn: Ragnar Örn Pétursson
      Eyjólfur Eysteinsson
      Sigurður Jónsson
    varamenn: Garðar Páll Vignisson
      Birgir Þórarinsson
      Hólmfríður Skarphéðinsdóttir

Launamálaráðstefna launan. Sveitarfélaga:
    Aðalmaður: Sigurður Jónsson
    varamaður: Óskar Gunnarsson

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
    Aðalmaður: Guðjón Guðmundsson
    varamaður: Ólöf Bolladóttir

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga
    Aðalmenn: Birgir Þórarinsson
      Sigríður Jóna Jóhannesdóttir

Starfskjaranefnd S.T.F.S. og S.S.S
    Aðalmenn: Sigurður Jónsson
      Hjörtur Zakaríasson
    Varamenn: Árni Sigfússon
      Óskar Gunnarsson

Starfsmenntunarsjóður
    Aðalmenn: Óskar Gunnarsson
      Björk Guðjónsdóttir

Svæðisráð um málefni fatlaðra
    Aðalmaður: Einar Guðberg
    varamaður: Guðrún S. Alfreðsdóttir

Svæðisráð um vinnumarkaðsaðgerðir:
    Aðalmenn: Kristbjörn Albertsson
      Sigurður Enokssson
    varamenn Magnús Magnússon
      Steinþór Jónsson

25. Málefni heilsugæslunnar og framtíðarhlutverk HSS.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir þungum áhyggjum yfir því óviðunandi ástandi sem skapast hefur á Suðurnesjum eftir að heilsugæslulæknar hafa hætt störfum. Stjórnin skorar á heilbrigðisráðherra og lækna (deiluaðila) að finna tafarlaust lausn á þessum mikla vanda og tryggja eðlilega heilbrigðisþjónustu við íbúa á svæðinu.

Ákveðið að halda Samráðsfund um  framtíðarhlutverk HSS.  Framkvæmdastjóra falið að undirbúa málið.

26. Kattahald á Suðurnesjum og eftirlit með því.  Umræður urðu um málið. Stjórn SSS óskar eftir því við Heilbrigðisnefnd Suðurnesja að hún komi með tillögur  til úrbóta.

27.  Fyrstu drög að fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2003 (Lagt fram á fundinum).
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun SSS.

28. Sameiginleg mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.20