518. fundur SSS 13. október 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 13. október 2003 kl. 8.00 á Fitjum.
Mættir eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Ingimundur Þ. Guðnason, Jóhanna Reynisdóttir og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.
Dagskrá
1. Bréf dags. 28/8 ´03 frá Samb. ísl. sveitarfélaga um heimildarákvæði vegna laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Lagt fram.
2. Bréf dags. 5/09 ´03 frá SSV ásamt aðalfundarboði. Lagt fram.
3. Bréf dags. (afrit) 15/9 ´03 frá Landgræðslu ríkisins vegna landgræðslugirðingu meðfram Grindavíkurvegi. Lagt fram.
4. Bréf dags. 25/9 ´03 frá SSH ásamt aðalfundarboði. Lagt fram.
5. Bréf dags. sept ´03 frá Suðurnesjadeild SPOEX þar sem óskað er
fjárstuðnings vegna uppsetningar á ljósaskáp. Samþykkt að veita kr. 100 þúsund af liðnum sérstök verkefni.
6. Drög að ársreikningi SSS fyrir árið 2002. Framkvæmdastjóri skýrði reikninginn og er honum vísað til síðari umræðu.
7. Aðalfundur SSS 25. okt. n.k. Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar samþykkt með breytingum. Rætt um framkvæmd fundarins.
8. Drög að dagskrá heimsóknar þingmanna 20. – 21. október n.k. í kjördæmaviku. Lagt fram.
9. Sameiginleg mál.
Rætt um eftirlit með búfjárhaldi, menningarsamningur. Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi kom og ræddi undirbúning sýningar í tilefni 95. ára afmælis Gerðahrepps sem SSS tekur þátt í.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00.