fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

517. fundur SSS 11. september 2003

Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 11. september 2003 kl. 17.00 á Fitjum.

Mættir eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Ingimundur Þ. Guðnason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj.  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá

1. Bréf dags. 10/07 ´03 frá Brunabót ásamt aðalfundarboði fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins 3. október nk. á Akureyri. Lagt fram.

2. Bréf dags. 14/07 ´03  frá Fornleifavernd Íslands. Lagt fram.

3. Bréf dags.  28/8  ´03  frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt niðurstöðu fulltrúa sambandsins um daggjöld hjúkrunarheimila.

4. Bréf dags. 23/7 ´03 frá Sandgerðisbæ varðandi samstarf á vegum S.S.S. Garðvangur – hús og lóð.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 7/8 ´03  frá SSA ásamt samþykkt um tónlistarnám.

6. Bréf dags. 27/8 ´03  frá Reykjanesbæ (sviðstjórum)  þar sem óskað er eftir því við stjórn SSS að hún gangi til samstarfs við Rannsókn og Greiningu um úrvinnslu nýjustu gagna frá því í vor og með svipuðum hætti og fyrr. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

7. Bréf dags. 1/9 ´03  frá SSA ásamt samþykkum frá aðalfundi SSA. Lagt fram.

8. Bréf dags. 2/9 ´03 frá DS varðandi afturvirkar launahækkanir starfsmanna D.S.  Framkvæmdastjóra SSS falið að ræða við framkvæmdastjóra DS.

9. Bréf dags. 4/9 ´03 frá Gerðahreppi  varðandi sýningu í tilefni af 95 ára afmælis Gerðahrepps og 10 ára afmælis Íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

10. Nefndarlaun og breytingar á þeim í kjölfar kjaradóms í vor. Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar varðandi málið.

11. Aðalfundur SSS 2003. Drög að dagskrá var lögð fram, ákveðið að aðalfundurinn verði laugardaginn 25. október nk.

12. Fyrirhugaður fundur stjórna SSS og SASS með þingmönnum Suðurkjördæmis nk. mánudag kl. 14 á Selfossi.

13. Sameiginleg mál.
  Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30