516. fundur SSS 28. júlí 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 28. júlí 2003 kl. 17.00 á Fitjum.
Mættir eru: Böðvar Jónsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Niðurstaða skuldabréfa- eða lánaútboðs v/framkvæmda við FS.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Íslandsbanki hf. vextir 5,49%
Sparisjóðurinn í Keflavík vextir 6,6 %
Landsbanki Íslands hf. vexir 5,0%
Stjórnin samþykkir að taka hagstæðasta tilboði frá Landsbanka Íslands hf. með föstum 5% vöxtum. Framkvæmdastjóra falið að undirrita tilboðið fyrir hönd S.S.S.
2. Ályktun frá Svæðisráði svæðisvinnumiðlunar varðandi ástand og horfur í atvinnumálum, móttekin 17/7 2003. Lögð fram.
3. Aðalfundur SSS fyrir árið 2003.
Ákveðið að halda aðalfund 24. og 25. októtber nk.
Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15