515. fundur SSS 10. júlí 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 10. júlí 2003 kl. 12.00 á Fitjum.
Mættir eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Í upphafi fundar fór Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi yfir þau málefni sem hún er að vinna nú að.
1. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 13/5 og 3/6 ´03. Lagðar fram og samþykktar.
2. Bréf (afrit) dags. 28/5 ´03 frá Sandgerðisbæ varðandi útfærslur á lóðinni við Hjúkrunarheimilið Garðvang. Lagt fram.
3. Bréf (afrit) dags. 5/6 ´03 frá Gerðahreppi. Lagt fram.
4. Erindi um forvarnarverkefnið “Vertu til”. Erindinu vísað til aðalfundar SSS. Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa drög að dagskrá aðalfundar SSS.
5. Bréf dags. 27/6 ´03 frá Vatnsleysustrandarhreppi þar sem farið er fram á að SSS hlutist til um að halda fund með sveitastjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum forsætis-og utanríkisráðuneyti.
Stjórn SSS mun óska eftir fundi með fulltrúum forsætis-og utanríkisráðuneytis hið fyrsta. Stjórn SSS boðar til samráðsfundar um leið og aðstæður gefa tilefni til og ástæða er til að ætla að frekari upplýsingar fáist um stöðu viðræðna milli samningsaðila
6. Bréf dags. 21/5 ´03 frá SSA þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSA verður haldinn 21. og 22. ágúst nk. Lagt fram.
7. Bréf dags. 27/5 ´03 frá Eyþingi þar sem tilkynnt er að aðalfundur Eyþings verður haldinn 26. og 27. september nk. Lagt fram.
8. Bréf dags. 27/5 ´03 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar sem tilkynnt er að 48. Fjórðungsþing verður haldið 5. og 6. september nk. Lagt fram.
9. Bréf dags. 16/5 ´03 frá félagsmálaráðuneytinu ásamt drögum að rekstrar og greiðsluáætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
10. Erindi dags. 7/7 ´03 frá Flugvallarstjóra þar sem óskað er eftir því við stjórn SSS að hún bjóði þátttakendum á norrænum fundi um fuglafæliaðgerðir í skoðunarferð um Reykjanes. Erindið samþykkt.
11. Drög að reglum um kattahald. Afgr. frestað á síðasta fundi.
Stjórnin leggur til við sveitarfélögin að reglugerðin verði samþykkt, með þeirri breytingu að liður 1 d) falli niður. Í upphafi verði byggt á þeirri gjaldskrá sem þar kemur fram. Gjaldskrá verði síðan endurskoðuð í ljósi rauntekna og kostnaðar þannig að sveitarfélögin greiði ekki með kattaeftirliti til framtíðar.
12. Stefnumótun í málefnum aldraðra á Suðurnesjum (Áður á dagskrá). Umræður urðu um málið.
13. Framkvæmdir við F.S. og fjármögnun þeirra. Framkvæmdastjóri fór yfir málið, stjórnin samþykkir að fara í skuldabréfaútboð að upphæð kr. 500.000.000.-.
14. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00