521. fundur SSS 30. október 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 30. október 2003 kl. 16.00 á Fitjum.
Mætt eru: Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Aðal-og varamaður Gerðahrepps boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum:
formaður: Reynir Sveinsson
varaformaður: Böðvar Jónsson
ritari: Jón Gunnarsson
Böðvar Jónsson setti fundinn, eftir formannskjör tók Reynir Sveinsson við stjórn fundarins.
2. Ályktanir aðalfundar.
Framkvæmastjóra falið að senda ályktanirnar.
Stjórn SSS leggur mikla áherslu á að vinnuhópur um stefnumótun HSS skili lokatillögu sinni hið fyrsta þannig að unnt sé að taka tillit til þeirra við fjárlagagerð næsta árs. Jafnframt skorar stjórnin á Heilbrigðisráðherra að fylgja málinu fast eftir og tryggja að unnt verði að ráðast í framkvæmdir og rekstur eins og kynnt hefur verið.
3. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 18/09 ´03 lögð fram.
4. Bréf dags. 15/10 ´03 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsan leikskóla, 4. mál. Stjórnin tekur ekki efnislega afstöðu til frumvarpsins en telur nauðsynlegt að hraðað verði samningum um tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
5. Bréf dags. 15/10 ´03 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl., 90. mál, hækkun þungaskatts og vörugjalds. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
6. Sameiginleg mál.
Stjórn SSS lýsir áhyggjum af fjöldauppsögnum varnarliðisins á Keflavíkurflugvelli. Stjórnin telur brýnt að fá viðræður við stjórnvöld um atvinnumál á svæðinu og nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.00