539. fundur SSS 20. desember 2004
Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 20. desember 2004 kl. 08.00 á Fitjum
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 24/11 ´04 lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð S.T.F.S. og S.S.S. frá 29/11 ´04 lögð fram og samþykkt.
3. Bréf sveitarstjórna varðandi kosningu fulltrúa í nefnd um samstarf sveitarfélaganna.
a) Bréf dags. 8/12 ´04 frá Reykjanesbæ, fulltrúar eru Böðvar Jónsson, Steinþór Jónsson og Jóhann Geirdal.
b) Bréf dags. 26/11 frá Grindavíkurbæ, fulltrúi er Ólafur Örn Ólafssson.
c) Bréf dags. 2/12 frá Sandgerðisbæ, fulltrúi er Sigurður Valur Ásbjarnarson.
d) Bréf dags. 19/11 frá Sveitarfélaginu Garði, fulltrúi er Sigurður Jónsson
e) Bréf dags. 9/12 frá Vatnsleysustrandarhreppi, fulltrúi Birgir Þórarinsson.
Framkvæmdastjóra SSS falið að kalla nefndina saman.
4. Bréf (afrit) dags. 19/11. ´04 frá Sveitarfélaginu Garði. Lagt fram.
5. Bréf dags. 9/12 ´04 frá D.S. Ákveðið að fá Finnboga Björnsson á næsta fund.
6. Bréf dags. 23/11 ´04 frá Landgræðslu ríkisins í bréfinu er óskað eftir framlagi að upphæð kr. 2.500.000.-. Í áður samþykktri fjárhagsáætlun SSS fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir kr. 1.500.000.- sem er 50% hækkun frá þessu ári.
7. Bréf dags. 15/11 ´04 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög, 235. mál, matsferli, málskotsréttur, úrskurðarnefnd o.fl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins en vísar til umsagna sveitarfélaganna á svæðinu.
8. Bréf dags. 16/11 ´04 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um náttúruvernd, 184. mál, eldri námur. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins..
9. Bréf dags. 18/11 ´04 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa, 236. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
10. Bréf dags. 13/12 ´04 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum, 374. mál. Stjórnin óskar eftir umsögn HS um frumvarpið.
11. Skipun starfshóps um samgöngumál. Stjórnin samþykkir að skipa starfshóp um samgönguverkefni á Suðurnesjum og óskar eftir tilnefningum sveitarfélaganna í nefndina. Einn fulltrúi verður frá hverju sveitarfélagi..
12. Skýrsla um Slökkvilið á Suðurnesjum sem lögð var fram á síðasta fundi. Stjórnin vísar skýrslunni til nýskipaðrar nefndar um samstarf sveitarfélaganna (sbr. 3. lið).
13. Samningur við byggðastofnun um atvinnuþróun. Stjórn SSS samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi, og felur formanni að undirrita samninginn fyrir hönd stjórnar SSS.
14. Lóðamál við FS. Framkvæmdastjóra SSS falið að senda bygginganefnd FS bréf í anda umræðna á fundinum.
15. Sameiginleg mál.
Engið bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30