fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

540. fundur SSS 31. janúar 2005

Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 31. janúar kl. 08.00 á Fitjum

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps boðaði forföll.
  
Dagskrá:

1. Bréf dags. 9/12 ´04 frá D.S.  Áður á dagskrá 20/12 ´04.  Finnbogi Björnsson framkvæmdastjóri DS kom á fundinn og ræddi ma. nýja skýringu daggjalda hjúkrunarheimila. Framkvæmdastjóra falið að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga athugasemdir vegna breytinga á skilgreiningu daggjalda.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 13/1 ´05 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf sveitarstjórna varðandi fjárhagsáætlanir sameiginlega reikinna stofnana 2005:
a) Bréf dags. 7/1 ´05 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf  dags. 17/12 ´04  frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 2/12 ´04  frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 30/12 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 10/12 ´04  frá Vatnsleysustrandarhreppi.
Sveitarstjórnirnar hafa allar samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana á Suðurnesjum.  Þar með hafa fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2005 tekið gildi.

4. Bréf sveitarstjórna varðandi skipan starfshóps um samgöngumál:
a) Bréf dags. 6/1 ´05 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf dags. 25/1 ´05 frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 7/1 ´05 frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 30/12 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 10/1 ´05 frá Vatnsleysustrandarhreppi.
Sveitarstjórnirnar hafa allar skipað í starfshópinn og er framkvæmdastjóra falið að kalla starfshópinn saman.

5. Bréf dags. 23/12 ´04 frá KPMG varðandi endurskoðun hjá SSS.  Framkvæmdastjóra SSS falið að undirrita bréfið.

6. Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir atvinnuráðgjöf  2004.

7. Sameiginleg mál.

Samþykkt að senda fulltrúum í samráðshópi um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum gögn sem tekin hafa verið saman um málið. Framkvæmdastjóra SSS  falið að kalla samráðshópinn saman til fyrsta fundar.

Fundargerð fundar samstarfsnefndar FÍN og SSS frá 10/3 2004. Ákveðið að Sigurður Jónsson og Guðjón Guðmundsson ræði við launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga um málið.

Framkvæmdastjóri skýrði frá að Árni Páll Árnason sé að vinna skýrslu um kosti og galla þess að breyta Sorpeyðingarstöðinni í hlutafélag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30