541. fundur SSS 11. mars 2005
Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 11.mars kl. 08.00 á Fitjum
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 15/2 ´05. Lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð S.T.F.S. og S.S.S. frá 28/1 ´05. Lögð fram og samþykkt
3. Bréf (afrit) dags. 24/2 ´05 frá sveitarfélaginu Garði varðandi tölulegar upplýsingar um fjölda á biðlista.
4. Vistunarskrá frá Þjónustuhópi aldraðra. Lögð fram.
5. Bréf dags. 23/2 ´05 frá B.S. varðar þóknun til skrifstofu SSS. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu í anda umræðna á fundinum.
6. Bréf dags. 1/3 ´05 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17.-20. apríl n.k. Lagt fram.
7. Bréf (afrit) dags. 22/2 ´05 frá SASS varðandi rekstur símenntunarstöðva. Stjórn SSS tekur undir það viðhorf stjórnar SASS að eðlilegt sé að allar símenntunarmiðstöðvar á landinu sitji við sama borð þegar kemur að fjárframlögum frá ríkinu.
8. Bréf dags. 22/9 ´04 frá Björgunarsveit Suðurnes, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna hönnunar fyrirhugaðs útivistar-og æfingasvæðis fyrir ofan Björgunarsveitarhús B.S. að Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ. Afgreiðslu frestað.
9. Bréf dags. 9/2 ´05 frá Láru V. Júlíusdóttur hrl. varðandi málefni Dýraspítalans. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við sameigendur í félaginu.
10. Bréf dags. 7/2 ´05 frá Náttúrustofu Reykjaness, varðandi styrk til kortlagningar fjörugerða á Reykjanesskaga. Stjórnin getur ekki orðið við erindinu en bendir á að kanna möguleika á fjármögnun hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig meðan á verki stendur.
11. Bréf dags. 4/2 05 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um vegagerð og veggjöld, 43. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
12. Bréf dags. 9/2 ´05 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt skýrslu til umsagnar um umfang skattsvika á Íslandi, 442. mál. Lagt fram.
13. Bréf dags. 10/2 ´05 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um eflingu fjárhags Byggðastofnunar, 468. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
14. Bréf dags. 10/2 ´05 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um skattskyldu orkufyrirtækja, 364. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
15. Bréf dags. 15/2 ´05 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, 495. mál, rjúpnaveiðar, sölubann og takmörkun veiða. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
16. Bréf dags. 8/3 ´05 frá Landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um verndaráætlun fyrir svæði sem eru ósýkt af sauðfjárriðu, 61. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
17. Yfirlit um stöðu refa og minnkaveiða á Suðurnesjum. Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri HES kom á fundinn og gaf yfirlit yfir eyðingu refa-og minnkaveiða á Suðurnesjum. Málinu frestað til næsta fundar.
18. Staða byggingarmála við FS og framkvæmdir við lóð. Rætt um stöðu framkvæmda við lóð.
19. Nýting heimildar til lántöku v/FS/BS/HSS samanber fjárhagsáætlun. Stjórnin samþykkir heimild til framkvæmdastjóra að kanna alla möguleika á lántöku.
20. Sameiginleg mál.
Bent var á prentvillu í 7. lið 540. fundargerðar SSS þar sem stendur “að senda fulltrúum í samráðshópi um sameiningu sveitarfélaga” en á að standa “að senda fulltrúum í í samráðshópi um samstarf sveitarfélaganna”.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00