fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

544. fundur SSS 6. júlí 2005

Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 6. júlí kl. 08.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá 14/4 og 26/5  ´05. Lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerð Samgöngunefndar frá 30/3  ´05. Lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Atvinnuþróunarráðs Suðurnesja frá 26/5  ´05. Lögð fram og samþykkt.

4. Bréf dags. 24/5 ´05 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi skipun í  samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar. Lagt fram.

5. Bréf dags. 17/5 frá Þrúði G. Haraldsdóttur framkv.stj. FÍN. Stjórnin ítrekar að samningsumboð er hjá Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga vegna endurnýjunar kjarasamnings.

6. Bréf dags. 25/4 ´05 frá F.V. þar sem boðað er til 50. Fjórðungsþings Vestfirðinga, 2. og 3. september. Lagt fram.

7. Bréf dags. 15/6 ´05 frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir umsögn um framkvæmd byggðaáætlunar 2002-2005.  Guðbjörgu Jóhannsdóttur falið að vinna tillögu að umsögn um framkvæmdina og senda til stjórnarmanna. 

8.  Tilboð (2) um lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Fyrir fundinum lágu 2 tilboð um lánakjör, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Reykjanesbæjar  hafa yfirfarið tilboðin og í framhaldi af því var eftirfarandi samþykkt:

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga
að fjárhæð kr. 86.000.000 –áttatíuogsexmilljónir- , miðað við vísitölu neysluverðs  sem er í júlí
2005 242,4 stig.
Tilgangur láns þessa er að fjármagna framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Brunavarnir Suðurnesja. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreindra verkefna, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal endurgreiðast á 5 árum og ber breytilega vexti sem ákvarðaðir eru af lánveitanda, nú 4%. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er heimil á vaxtagjalddögum

Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á fundinum.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru Reykjanesbær með 64,41% eignaraðild, Grindavíkurbær með 14,30% eignaraðild, Sandgerðisbær með 8,23% eignaraðild, Sveitarfélagið Garður með 7,58% eignaraðild og Vatnsleysustrandarhreppur með 5,48% eignaraðild, sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og setja þau til tryggingar tekjur sínar nánar til tekið framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og útsvarstekjur sbr. 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Komi til vanskila er lánveitanda heimilt að ganga að framangreindum tekjum að undangengnum árangurslausum innheimtuaðgerðum gegn lántakanda. Lánveitandi skal þá tilkynna um vanskilin til ábyrgðaraðila og veita þeim 14 daga frest til að koma láninu í skil.

Stjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Guðjóni Guðmundssyni kt 080849-3039, fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Guðjóni Guðmundssyni kt 080849-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum eða skuldabréfi.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

9. Aðalfundur SSS fyrir árið 2005.  Vegna fyrirhugaðra kosninga um sameiningu sveitarfélaga er ákveðið að aðalfundur 2005 verði þann19. nóvember nk.

10. Starf nefndar um samstarf sveitarfélaganna. Rætt um starf nefndarinnar. Stjórnin samþykkir  að fresta starfi nefndarinnar fram yfir aðalfund SSS

11. Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga.

Formaður óskaði eftir að skýrsla Árna Páls Árnasonar um breytingu SS í hlutafélag verði send stjórnarmönnum.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  9.20