fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

545. fundur SSS 15. ágúst 2005

Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 15. ágúst   kl. 08.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Afrit af bréfi dags. 12/7 ´05 frá Umhverfisráðuneytinu varðandi akstur torfæruvélhjóla.  Lagt fram.

2. Bréf dags. 15/7 ´05 frá Kauphöll Íslands varðandi ósk um undanþágu frá reglum Kauphallarinnar.  Undanþágu um 6 mánaða uppgjör hafnað.

3. Lántaka SSS samanber fundargerð síðasta fundar.  Sveitarfélögin hafa öll samþykkt lántökuna og hefur þegar verið gengið frá málinu.

4. Bréf dags. 8/7 ´05 frá SSNV – boð á ársþing.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 13/7 ´05 frá FV  – boð á fjórðungsþing ásamt dagskrá.  Lagt fram.

6. Tilnefning lögg.  endurskoðenda í stað Aðalsteins Hákonarsonar sem hefur látið af störfum sem endurskoðandi.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við Guðmund Kjartansson hjá Deloitte.

7.  Fundur með Launanefnd sveitarfélaga 3/8 ´05.  Sigurður Jónsson og Jón Gunnarsson sem sátu fundinn, sögðu frá umræðum á fundinum.

8. Sameiginleg mál.
Málefndi HSS, framkvæmdastjóra falið að leita upplýsinga um stöðu og framtíðarhorfur í rekstri og framkvæmdum stofnunarinnar.