549. fundur SSS 15. nóvember 2005
Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 15. nóvember kl. 08.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerðir Samgöngunefndar frá 26/10 og 14/11 ´05. Lögð fram og samþykkt.
2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 1/11 ´05. Lögð fram og samþykkt.
3. Bréf dags. 8/11 ´05 frá félagsmálaráðuneytinu (endurskoðun Jöfnunarsjóðs). Stjórnin tekur ekki afstöðu þar sem erindið er til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum.
4. Bréf dags. 20/10 ´05 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum. Beiðni um styrk. Stjórnin tekur ekki afstöðu til erindisins þar sem það er til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum.
5. Bréf dags. 3/11 ´05 frá Sýslumanninum í Keflavík varðandi leyfi fyrir aksturssvæði við norðurenda Kleifarvatns. Stjórnin gerir ekki athugasemd við erindið.
6. Bréf dags. 28/10 ´05 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um nýskipan í starfs- og fjöltækninámi, 15. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
7. Bréf dags. 28/10 ´05 frá menntamálanefnd alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 14. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.
8. Bréf dags. 8/11 ´05 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um fjarskiptasjóð, 191. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
9. Bréf dags. 8/11 ´05 frá samgönunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um láglendisvegi, 9. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingaályktunarinnar.
10. Aðalfundur S.S.S. 2005. Rætt um drög að ályktunum, dagskrá ofl.
11. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15